„Eru örugglega að leita sér að einhverju fersku“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 13:31 Sigdís Eva Bárðardóttir hefur skorað þrjú mörk fyrir Víking í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu framtíð Sigdísar Evu Bárðardóttur, átján ára framherja Víkings, en hún gæti verið á förum úr Víkinni á næstu vikum. Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira