„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ Ritstjórn skrifar 3. júlí 2024 10:43 Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki. Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Mál Mohamads var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Hann er ákærður fyrir stunguárásina í OK Market, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Í skýrslutöku sinni reifst Mohamad nokkuð við saksóknara og dómara. Hann sagði þinghaldið ósanngjarnt og nefndi nokkrar ástæður fyrir því. Hann vildi að dómurinn myndi taka fleiri mál fyrir, ekki bara þau sem ákæruvaldið vildi leggja áherslu á, en hann sagðist vera brotaþoli í þeim málunum sem ekki væru tekin fyrir. Jafnframt sagðist hann hafa verið sprautaður með „hundrað sprautum“ gegn eigin vilja og vegna þess hrjáist hann af minnisleysi. Um væri að ræða heilaþvott. Þegar hann var spurður út í stunguárásina sagði Mohamad: „Þið megið spyrja Frakkland eða Bretland.“ Saksóknari útskýrði að hvorki Frakkland né Bretland væru fyrir dómi. Dómari sagði að með skýrslutökunni væri verið að falast eftir hans hlið á málinu, en Mohamad sagði að dómsvaldið væri að ákæra hann án þess að hlusta á hann. „Þetta er ekki ég“ Tvö myndbönd sem sýna árásina í OK Market voru spiluð fyrir dómi. Mohamad sagðist ekki kannast við það að árásarmaðurinn í myndbandinu væri hann sjálfur. „Þetta er ekki ég,“ sagði Mohamad og hló. Dómarinn minntist á að í skýrslu hjá lögreglu hefði Mohamad haldið því fram að andlit hans hefði verið „photosjoppað“ inn á myndbandið. Hann stóð við þann framburð fyrir dómi. Mohamad gaf einnig til kynna að mennirnir sem urðu fyrir stunguárásinni, eða að minnsta kosti annar þeirra, bæri ábyrgð á stunguárás sem hann varð fyrir árið 2018. Einu sinni sagði hann þá hafa borgað fyrir þá árás. Hann var í kjölfarið spurður hvort árásin í OK Market hafi verið hefndarárás, en hann vildi ekki svara því nema að rannsókn á málum á hendur mönnunum sem urðu fyrir árásinni yrði opnuð. Segist eiga rétt á því að ákveða hvaða fréttir séu skrifaðar um sig Þá beindi Mohamad sjónum sínum að blaðamönnum í dómsal. Hann sagði að ef þeir myndu ekki eyða því sem þeir væru að skrifa yrði vandamál. Dómarinn spurði hvort hann væri að hóta blaðamönnum, en hann sagði svo ekki vera. Mögulega yrði hann laus eftir nokkra mánuði og þá væri hann frjáls maður. Dómari spurði hvort hann túlkaði orð Muhamads rétt þannig að hann liti svo á að það væri réttur hans að hóta blaðamönnum. Mohamad sagði að hann ætti rétt á því að ákveða hvort þeir skrifuðu fréttir um hann eða ekki.
Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20