Gert að eyða gjafasæði vegna mistaka við merkingu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 08:08 Tveir eiga að yfirfara merkingar á hverri gjöf samkvæmt reglum í Queensland en umboðsmaðurinn segir ekki tryggt að það hafi verið gert. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað eyðingu þúsunda sýna gjafasæðis vegna hættu á því að ekki sé hægt að rekja uppruna þess. Umboðsmaður heilbrigðismála segir í nýrri skýrslu að ef ekki er hægt að auðkenna það missi foreldrar tækifæri á að fá að vita um ýmsar erfðafræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar auk þess sem það eykur líkurnar á sifjaspell. Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti. Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti.
Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira