„Finnst mega vernda leikmenn meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:58 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, segir að dómarar megi gera meira til að vernda leikmenn. Vísir/Diego Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild kvenna, segir erfitt að kyngja 1-0 tapi síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld. „Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
„Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira