Nýr 40/40 listi: „Spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júlí 2024 07:00 Nýr 40/40 listi hefur verið birtur en á honum má sjá nöfn stjórnenda, sem eru yngri en 40 ára og teljast rísandi stjörnur í íslensku viðskiptaífi. Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta sem stendur fyrir 40/40 listanum, segir stjórnendahópinn á 40/40 listanum í ár eiga það sameiginlegt að tilheyra nýja skólanum í viðskiptalífinu. Vísir/Vilhelm „Það sem mér finnst þessi hópur stjórnenda eiga sameiginlegt, er að þetta eru stjórnendur sem segja má að tilheyri nýja skólanum í viðskiptalífinu,“ segir Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta um nýjan 40/40 listann, sem birtur var á dögunum. Þetta er í fjórða sinn sem 40/40 listinn er birtur, en á þeim lista veljast 40 stjórnendur sem teljast rísandi stjörnur í íslensku atvinnulífi og eru 40 ára og yngri. „Það er ekki lengur þessi sami harði frontur og kannski var eitt sinn einkennandi fyrir stjórnendur. Núna erum við að sjá stjórnendur sem kalla á endurgjöf, vilja vaxa sem stjórnendur og sýna í sinni stjórnun ákveðna mýkt,“ segir Andrés og bætir við: Ég myndi í raun vilja nota orðið auðmýkt í þessu samhengi. Auðmýkt er áberandi einkenni hjá þessum hópi fólks, sem er þó gríðarlega hæfileikamikið og brennur oft fyrir góðum málefnum sem það sinnir síðan sérstaklega.“ Eins og jafnréttismálum, umhverfismálum og fleira. „Þó er þetta hópur sem lítur ekki of stórt á sig. Þetta fólk, sem er að vekja eftirtekt sem stjórnendur í dag, býr yfir annars konar sjálfsöryggi og sjálfsmynd en sem áður var normið í íslensku viðskiptalífi.“ Í dag fjallar Atvinnulífið um nýjan 40/40 lista. Á sunnudag birtist helgarviðtal við einstakling sem er á listanum. Verkfræðingar og rísandi stjörnur 40/40 listinn er tekinn saman af Góðum samskiptum og þetta er í fjórða sinn sem hann er birtur. Listinn góði var fyrst birtur árið 2018 og segir Andrés að markmiðið hafi verið að draga betur fram í sviðsljósið, þá einstaklinga sem eru að skara fram úr sem ungir stjórnendur og teljast líkleg til frekari starfsframa. „Það er mjög gaman að fara yfir fyrri lista því margir sem hafa ratað á 40/40 listana hafa síðan þá, valist í stór og ábyrgðarmeiri stjórnendastörf,“ segir Andrés. Sem dæmi nefnir hann Maríu Björk Einarsdóttur nýráðinn forstjóra Símans, Ástu Fjeldsted forstjóra Festis, Guðbjörgu Heiðu forstjóra Varðar, Guðnýju Helgu forstjóra VÍS, Halldór Benjamín forstjóra Heima, Sigríði Völu fjármálastjóra Sjóvár, Svein Sölvason forstjóra Emblu Medical, Sylvíu Kristínu framkvæmdastjóra hjá Icelandair og Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Andrés segir mjúka hæfileika einkennandi fyrir hópinn í ár, sem þó er afar athyglisvert þegar litið er til menntunar. „Það er mjög átt hlutfall verkfræðimenntaðra á listanum í ár. Sem okkur þótti áhugavert því almennt erum við ekki að rýna í menntun fólks þegar við köllum eftir upplýsingum. Þetta var því mynstur sem sjá mátti, fyrst þegar listinn var að verða til,“ segir Andrés, en um 40% þeirra sem eru á 40/40 listanum eru verkfræðingar. „Það er því ljóst að verkfræðimenntunin virðist vel metin við ráðningar stjórnenda hér á landi. Sem er skiljanlegt með tilliti til þess að víða er verið að leggja áherslu á ferla, skipulag, hagræðingu og svo framvegis.“ Að verkfræðimenntunin sé svona áberandi á sama tíma og mýkt einkennir stjórnendur á 40/40 listanum, er hins vegar athyglisvert. Verkfræðin hefur ekki endilega þá ímynd á sér að vera mjúk. En það má velta fyrir sér hvort þessi hópur stjórnenda sé þá að afla sér þekkingar og hæfni með öðru móti en eingöngu í náminu. Enda orðið mun algengara í dag að stjórnendur hljóti þjálfun og fái ýmis tækifæri til að efla sig sem leiðtogar, með ýmsum tækjum og tólum.“ Sem Andrés segir gott dæmi um jákvæða þróun. „Þetta er hópur sem kallar eftir endurgjöf og vill bæta sig í starfi, vaxa. Það eitt og sér er jákvæð þróun því eitt sinn þótti það að vilja bæta sig merki um að fólk væri að viðurkenna veikleika og væri þá kannski ekki nógu hæft í sínu starfi.“ Almennt segir Andrés nútímastjórnun að miklu leyti byggja á að efla sem flesta með öllum ráðum og dáðum. „Það er af sem áður var að stjórnendur fengju frítt spil til að beita óttastjórnun, míkróstjórnun eða einhverju sambærilegu. Í dag er stjórnendum gert kleift að sækja þjálfun og aukna menntun á sviði stjórnunar og ríkjandi hugarfar nútímastjórnunar því það að fólk falast stöðugt eftir því að bæta sig sem stjórnendur.“ Á dögunum var haldin móttaka á vegum Íslandsbanka þar sem fólk á 40/40 listanum í ár og fyrri ár hittust. Fyrir 15-20 árum síðan hefði svona hópmynd eflaust einkennst af ungum karlmönnum í jakkafötum með bindi. Í dag er öldin önnur. Rísandi stjörnur í atvinnulífinu sýna meiri mýkt, vilja endurgjöf og nýta ýmsar leiðir til að eflast sem stjórnendur. Konur í sókn? Frá upphafi, hefur verið lagt upp með að kynjahlutfall sé jafnt á listanum. „Og það sem mér finnst athyglisvert er við vorum töluvert snemma búin að manna listann með konum að þessu sinni. Við fengum svo margar góðar ábendingar um konur.“ Andrés segir þó ekkert í höfn í þessum efnum. „Ég ætla alls ekki að segja að í jafnréttismálunum séum við komin í höfn. Það er ekki mín upplifun. En að það sé mun auðveldara að raða á listann nöfnum kvenna, getur verið vísbending um að þeim sé að fjölga í stjórnunarstöðum almennt. Sem aftur getur gefið vísbendingar um fjölgun þeirra meðal forstjóra kauphallarfyrirtækjanna eftir einhver ár.“ Tilnefningum á listann er aflað þannig að Góð samskipti kalla eftir upplýsingum frá ríflega 500 ólíkum aðilum. „Við köllum ekki aðeins eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum sjálfum, þannig að 40/40 listinn er alls ekki bara speglun á því hvaða stjórnendum fyrirtækin vilja flagga. Hins vegar höfum við samband við fjölmennan hóp úr ýmsum áttum sem tekur virkan þátt í íslensku viðskiptalífi,“ segir Andrés og bætir við: „Þetta geta verið fjárfestar, fólk í stjórnum, lögmenn eða aðrir sérfræðingar sem koma að mörgum fyrirtækjum með virkum hætti og svo framvegis.“ Svörun var mjög góð, því ríflega 300 aðilar sendu inn nafnatilnefningar, sem á endanum töldust um 700 talsins. Og það sem er athyglisvert í því að oft eru þetta sömu nöfnin sem eru að koma upp, aftur og aftur og það frá ólíkum aðilum. Það eitt og sér er skýrt merki um að tekið er sérstaklega eftir þessu fólki í viðskiptalífinu.“ Á 40/40 listanum eru stjórnendur sem þegar sinna mikilvægum störfum hjá íslenskum fyrirtækjum. „Við erum að tala um stjórnendur sem strax um og upp úr þrítugu, eru að sinna mjög ábyrgðarmiklum störfum á mikilvægum sviðum innan fyrirtækjanna. Ég nefni sem dæmi Guðrúnu Ólafsdóttur, meðeiganda og framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Deloitte. Upplýsingatæknisviðið telst annað stærsta svið Deloitte og þar stýrir Guðrún fimmtíu manna teymi.“ Kanúnur í stjórnendaráðgjöf: Andrés og Þórhallur Gunnarsson. Andrési finnst breytt viðhorf fyrirtækjanna sjálfra vera eitt af því sem standi upp úr í ár og sé dæmi um breytingu miðað við það sem áður var. Nú sé orðið áberandi að æðstu stjórnendur og eigendur vilja fá sitt fólk á lista og efla þennan hóp til enn frekari dáða. Hvatning algengari í dag en áður Andrés segir 40/40 listann gefa góða mynd af því, hvaða stjórnendum er verið að taka sérstaklega eftir. „Þetta eru um fimm til sex atriði sem við biðjum fólk um að hafa í huga, þegar það tilnefnir fólk á listann. En í öllu falli eru þetta stjórnendur, sem aðrir eru greinilega að taka sérstaklega eftir.“ Þá segir Andrés gaman að upplifa það, að því oftar sem listinn er birtur, því meiri stemning ríkir í kringum hann. „Eitt af því sem mér finnst standa uppúr við 40/40 listann í ár er breytt viðhorf fyrirtækjanna sjálfra, sem eru stolt af því þegar stjórnendur úr þeirra röðum rata á listann. Í dag er það orðið áberandi að stjórnendur vilja fá sitt fólk á listann og líta á það sem jákvæða hvatningu til að efla þennan hóp enn frekar til dáða.“ Þetta segir Andrés breytt hugarfar, til dæmis frá því að Góð samskipti unnu að fyrsta 40/40 listanum árið 2018. „Þegar fólk hélt jafnvel að það borgaði sig ekki að auka á sýnileika mjög frambærilegra stjórnenda, því þá væri bara hætta á að önnur fyrirtæki myndu bjóða í viðkomandi og ræna þeim.“ Með þessu segir Andrés líka hægt að merkja breytingu á viðhorfi eldri og reyndari stjórnenda. „Því það er orðið nokkuð ljóst að í dag eru eldri og reyndari stjórnendur að leggja áherslu á hvatningu eins og með því að auka sýnileika þeirra í viðskiptalífinu. Það sé bara þeirra að taka á því ef upp kemur að fólkinu bjóðist annað starf og þá þurfi að taka samtalið og sannfæra viðkomandi um að færa sig ekki til gegn því að fá aukna ábyrgð, betri kjör eða meira krefjandi verkefni.“ Andrés segir fólk sem þegar hefur verið á 40/40 listanum, auðvitað oft koma upp á meðal þeirra sem tilnefndir eru. „Og jafnvel að fólk spyrji eftir að listinn kemur út, hvers vegna þessi eða hinn var ekki á listanum. Sem oft skýrist einfaldlega af því að viðkomandi var á listanum fyrir tveimur árum eða enn fyrr.“ Ljóst er að Andrés telur fullt tilefni til að fylgjast sérstaklega með stórnendum á 40/40 listanum. Ég er mjög spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni. Þarna eru ýmsir á lista sem teljast ekki endilega til þekktra einstaklinga í íslensku viðskiptalífi en ekki ólíklegt að þau muni taka stærri skref þegar fram líða stundir.“ Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem eru á 40/40 listanum árið 2024. Armina Ilea (34), alþjóðlegur markaðsstjóri stoðtækja — Embla Medical Arna Harðardóttir (33), framkvæmdastjóri Helix Health Arndís Huld Hákonardóttir (39), forstöðumaður markaðsmála og almannatengsla Bláa lónsins Arnþór Jóhannsson (36), framkvæmdastjóri sölusviðs CCEP Ásbjörn Guðmundsson (39), framkvæmdastjóri fjármála ÍAV Auður Inga Einarsdóttir (38), framkvæmdastjóri innviðalausna Advania Björn Brynjúlfur Björnsson (36), framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Bragi Þór Antoníuson (39), framkvæmdastjóri markaðs- og vörustjórnunarsviðs BYKO Brian Jeffery Gross (32), forstjóri Teya Egill Lúðvíksson (31), forstjóri Heimstaden Elísabet Björnsdóttir (40), framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka Erna Björk Sigurgeirsdóttir (39), framkvæmdastjóri fjármála Advania Eva Guðrún Torfadóttir (37), framkvæmdastjóri Bakkinn Guðrún Halla Finnsdóttir (40), framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Norðurál Guðrún Ólafsdóttir (33), meðeigandi og forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Deloitte Hákon Hrafn Gröndal (36), framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs Arion Banka Högni Helgason (35), forstöðumaður flotastýringar Icelandair Hörður Kári Harðarson (34), forstöðumaður þróunarsviðs lyfjaframleiðsluferla og lyfjaforma Alvotech Hrannar Jón Emilsson (37), útgerðarstjóri Þorbjarnar í Grindavík Jón Árni Traustason (40), framkvæmdastjóri fjármála og greininga VÍS Jón Brynjar Ólafsson (38), fjármálastjóri Héðins Jónína Guðný Magnúsdóttir (37), framkvæmdastjóri Eimskip innanlands Júlía Eyfjörð Jónsdóttir (31), framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar Kristín Helga Magnúsdóttir (35), VP business development 50skills Lárus Guðjón Lúðvíksson (38), framkvæmdastjóri vörustýringar 1912 Lóa Fatou Einarsdóttir (38), framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Good Good Magnús Guðmundsson (40), forstöðumaður fyrirtækjalána Kviku Margeir Ásgeirsson (38), forstöðumaður og staðgengill fjármálastjóra fiskiðnaðar Marel Ólafur Karl Sigurðarson (40), framkvæmdastjóri Marel Fish og Marel á Íslandi Ólöf Helga Jónsdóttir (29), director of Business Operations Paymentology Rakel Guðmundsdóttir (33), eignarhaldsstjóri Alfa Framtak Renata Blöndal (39), Fararstjóri og framkvæmdastjóri stefnumótunar Nova Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir (40), chief scientist Carbfix Sigurður Orri Guðmundsson (34), forstjóri Neckcare Sigurður Rúnar Pálsson (38), framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar Öryggismiðstöðin Sigurður Tómasson (34), framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar Origo Sonja Arnórsdóttir (36), Chief Commercial Officer (CCO) Play Vala Valþórsdóttir (38), forstjóri Aurora Abalone Valeria Rivina (40), forstöðumaður veflausna Advania Valur Ægisson (40), forstöðumaður viðskiptastýringar Landsvirkjun Eldri lista og umsagnir um hvern einstakling á 40/40 listanum 2024 má sjá HÉR. 40/40 listinn árið 2024. Hátt hlutfall verkfræðinga vekur athygli og eins virðast konur í nokkurri sókn. Um 700 tilnefningar voru sendar inn af ríflega 300 aðilum, sem koma úr ýmsum áttum í viðskiptalífinu; fjárfestar, sitja í stjórn, lögmenn og fleiri. Oft koma upp sömu nöfnin aftur og aftur, sem er sterk vísbending um að viðskiptalífið er að taka sérstaklega eftir þessum hóp fólks. Starfsframi Stjórnun Mannauðsmál Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir „Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. 29. maí 2024 07:00 Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Þetta er í fjórða sinn sem 40/40 listinn er birtur, en á þeim lista veljast 40 stjórnendur sem teljast rísandi stjörnur í íslensku atvinnulífi og eru 40 ára og yngri. „Það er ekki lengur þessi sami harði frontur og kannski var eitt sinn einkennandi fyrir stjórnendur. Núna erum við að sjá stjórnendur sem kalla á endurgjöf, vilja vaxa sem stjórnendur og sýna í sinni stjórnun ákveðna mýkt,“ segir Andrés og bætir við: Ég myndi í raun vilja nota orðið auðmýkt í þessu samhengi. Auðmýkt er áberandi einkenni hjá þessum hópi fólks, sem er þó gríðarlega hæfileikamikið og brennur oft fyrir góðum málefnum sem það sinnir síðan sérstaklega.“ Eins og jafnréttismálum, umhverfismálum og fleira. „Þó er þetta hópur sem lítur ekki of stórt á sig. Þetta fólk, sem er að vekja eftirtekt sem stjórnendur í dag, býr yfir annars konar sjálfsöryggi og sjálfsmynd en sem áður var normið í íslensku viðskiptalífi.“ Í dag fjallar Atvinnulífið um nýjan 40/40 lista. Á sunnudag birtist helgarviðtal við einstakling sem er á listanum. Verkfræðingar og rísandi stjörnur 40/40 listinn er tekinn saman af Góðum samskiptum og þetta er í fjórða sinn sem hann er birtur. Listinn góði var fyrst birtur árið 2018 og segir Andrés að markmiðið hafi verið að draga betur fram í sviðsljósið, þá einstaklinga sem eru að skara fram úr sem ungir stjórnendur og teljast líkleg til frekari starfsframa. „Það er mjög gaman að fara yfir fyrri lista því margir sem hafa ratað á 40/40 listana hafa síðan þá, valist í stór og ábyrgðarmeiri stjórnendastörf,“ segir Andrés. Sem dæmi nefnir hann Maríu Björk Einarsdóttur nýráðinn forstjóra Símans, Ástu Fjeldsted forstjóra Festis, Guðbjörgu Heiðu forstjóra Varðar, Guðnýju Helgu forstjóra VÍS, Halldór Benjamín forstjóra Heima, Sigríði Völu fjármálastjóra Sjóvár, Svein Sölvason forstjóra Emblu Medical, Sylvíu Kristínu framkvæmdastjóra hjá Icelandair og Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Andrés segir mjúka hæfileika einkennandi fyrir hópinn í ár, sem þó er afar athyglisvert þegar litið er til menntunar. „Það er mjög átt hlutfall verkfræðimenntaðra á listanum í ár. Sem okkur þótti áhugavert því almennt erum við ekki að rýna í menntun fólks þegar við köllum eftir upplýsingum. Þetta var því mynstur sem sjá mátti, fyrst þegar listinn var að verða til,“ segir Andrés, en um 40% þeirra sem eru á 40/40 listanum eru verkfræðingar. „Það er því ljóst að verkfræðimenntunin virðist vel metin við ráðningar stjórnenda hér á landi. Sem er skiljanlegt með tilliti til þess að víða er verið að leggja áherslu á ferla, skipulag, hagræðingu og svo framvegis.“ Að verkfræðimenntunin sé svona áberandi á sama tíma og mýkt einkennir stjórnendur á 40/40 listanum, er hins vegar athyglisvert. Verkfræðin hefur ekki endilega þá ímynd á sér að vera mjúk. En það má velta fyrir sér hvort þessi hópur stjórnenda sé þá að afla sér þekkingar og hæfni með öðru móti en eingöngu í náminu. Enda orðið mun algengara í dag að stjórnendur hljóti þjálfun og fái ýmis tækifæri til að efla sig sem leiðtogar, með ýmsum tækjum og tólum.“ Sem Andrés segir gott dæmi um jákvæða þróun. „Þetta er hópur sem kallar eftir endurgjöf og vill bæta sig í starfi, vaxa. Það eitt og sér er jákvæð þróun því eitt sinn þótti það að vilja bæta sig merki um að fólk væri að viðurkenna veikleika og væri þá kannski ekki nógu hæft í sínu starfi.“ Almennt segir Andrés nútímastjórnun að miklu leyti byggja á að efla sem flesta með öllum ráðum og dáðum. „Það er af sem áður var að stjórnendur fengju frítt spil til að beita óttastjórnun, míkróstjórnun eða einhverju sambærilegu. Í dag er stjórnendum gert kleift að sækja þjálfun og aukna menntun á sviði stjórnunar og ríkjandi hugarfar nútímastjórnunar því það að fólk falast stöðugt eftir því að bæta sig sem stjórnendur.“ Á dögunum var haldin móttaka á vegum Íslandsbanka þar sem fólk á 40/40 listanum í ár og fyrri ár hittust. Fyrir 15-20 árum síðan hefði svona hópmynd eflaust einkennst af ungum karlmönnum í jakkafötum með bindi. Í dag er öldin önnur. Rísandi stjörnur í atvinnulífinu sýna meiri mýkt, vilja endurgjöf og nýta ýmsar leiðir til að eflast sem stjórnendur. Konur í sókn? Frá upphafi, hefur verið lagt upp með að kynjahlutfall sé jafnt á listanum. „Og það sem mér finnst athyglisvert er við vorum töluvert snemma búin að manna listann með konum að þessu sinni. Við fengum svo margar góðar ábendingar um konur.“ Andrés segir þó ekkert í höfn í þessum efnum. „Ég ætla alls ekki að segja að í jafnréttismálunum séum við komin í höfn. Það er ekki mín upplifun. En að það sé mun auðveldara að raða á listann nöfnum kvenna, getur verið vísbending um að þeim sé að fjölga í stjórnunarstöðum almennt. Sem aftur getur gefið vísbendingar um fjölgun þeirra meðal forstjóra kauphallarfyrirtækjanna eftir einhver ár.“ Tilnefningum á listann er aflað þannig að Góð samskipti kalla eftir upplýsingum frá ríflega 500 ólíkum aðilum. „Við köllum ekki aðeins eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum sjálfum, þannig að 40/40 listinn er alls ekki bara speglun á því hvaða stjórnendum fyrirtækin vilja flagga. Hins vegar höfum við samband við fjölmennan hóp úr ýmsum áttum sem tekur virkan þátt í íslensku viðskiptalífi,“ segir Andrés og bætir við: „Þetta geta verið fjárfestar, fólk í stjórnum, lögmenn eða aðrir sérfræðingar sem koma að mörgum fyrirtækjum með virkum hætti og svo framvegis.“ Svörun var mjög góð, því ríflega 300 aðilar sendu inn nafnatilnefningar, sem á endanum töldust um 700 talsins. Og það sem er athyglisvert í því að oft eru þetta sömu nöfnin sem eru að koma upp, aftur og aftur og það frá ólíkum aðilum. Það eitt og sér er skýrt merki um að tekið er sérstaklega eftir þessu fólki í viðskiptalífinu.“ Á 40/40 listanum eru stjórnendur sem þegar sinna mikilvægum störfum hjá íslenskum fyrirtækjum. „Við erum að tala um stjórnendur sem strax um og upp úr þrítugu, eru að sinna mjög ábyrgðarmiklum störfum á mikilvægum sviðum innan fyrirtækjanna. Ég nefni sem dæmi Guðrúnu Ólafsdóttur, meðeiganda og framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Deloitte. Upplýsingatæknisviðið telst annað stærsta svið Deloitte og þar stýrir Guðrún fimmtíu manna teymi.“ Kanúnur í stjórnendaráðgjöf: Andrés og Þórhallur Gunnarsson. Andrési finnst breytt viðhorf fyrirtækjanna sjálfra vera eitt af því sem standi upp úr í ár og sé dæmi um breytingu miðað við það sem áður var. Nú sé orðið áberandi að æðstu stjórnendur og eigendur vilja fá sitt fólk á lista og efla þennan hóp til enn frekari dáða. Hvatning algengari í dag en áður Andrés segir 40/40 listann gefa góða mynd af því, hvaða stjórnendum er verið að taka sérstaklega eftir. „Þetta eru um fimm til sex atriði sem við biðjum fólk um að hafa í huga, þegar það tilnefnir fólk á listann. En í öllu falli eru þetta stjórnendur, sem aðrir eru greinilega að taka sérstaklega eftir.“ Þá segir Andrés gaman að upplifa það, að því oftar sem listinn er birtur, því meiri stemning ríkir í kringum hann. „Eitt af því sem mér finnst standa uppúr við 40/40 listann í ár er breytt viðhorf fyrirtækjanna sjálfra, sem eru stolt af því þegar stjórnendur úr þeirra röðum rata á listann. Í dag er það orðið áberandi að stjórnendur vilja fá sitt fólk á listann og líta á það sem jákvæða hvatningu til að efla þennan hóp enn frekar til dáða.“ Þetta segir Andrés breytt hugarfar, til dæmis frá því að Góð samskipti unnu að fyrsta 40/40 listanum árið 2018. „Þegar fólk hélt jafnvel að það borgaði sig ekki að auka á sýnileika mjög frambærilegra stjórnenda, því þá væri bara hætta á að önnur fyrirtæki myndu bjóða í viðkomandi og ræna þeim.“ Með þessu segir Andrés líka hægt að merkja breytingu á viðhorfi eldri og reyndari stjórnenda. „Því það er orðið nokkuð ljóst að í dag eru eldri og reyndari stjórnendur að leggja áherslu á hvatningu eins og með því að auka sýnileika þeirra í viðskiptalífinu. Það sé bara þeirra að taka á því ef upp kemur að fólkinu bjóðist annað starf og þá þurfi að taka samtalið og sannfæra viðkomandi um að færa sig ekki til gegn því að fá aukna ábyrgð, betri kjör eða meira krefjandi verkefni.“ Andrés segir fólk sem þegar hefur verið á 40/40 listanum, auðvitað oft koma upp á meðal þeirra sem tilnefndir eru. „Og jafnvel að fólk spyrji eftir að listinn kemur út, hvers vegna þessi eða hinn var ekki á listanum. Sem oft skýrist einfaldlega af því að viðkomandi var á listanum fyrir tveimur árum eða enn fyrr.“ Ljóst er að Andrés telur fullt tilefni til að fylgjast sérstaklega með stórnendum á 40/40 listanum. Ég er mjög spenntur að sjá hvað þetta fólk gerir í framtíðinni. Þarna eru ýmsir á lista sem teljast ekki endilega til þekktra einstaklinga í íslensku viðskiptalífi en ekki ólíklegt að þau muni taka stærri skref þegar fram líða stundir.“ Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem eru á 40/40 listanum árið 2024. Armina Ilea (34), alþjóðlegur markaðsstjóri stoðtækja — Embla Medical Arna Harðardóttir (33), framkvæmdastjóri Helix Health Arndís Huld Hákonardóttir (39), forstöðumaður markaðsmála og almannatengsla Bláa lónsins Arnþór Jóhannsson (36), framkvæmdastjóri sölusviðs CCEP Ásbjörn Guðmundsson (39), framkvæmdastjóri fjármála ÍAV Auður Inga Einarsdóttir (38), framkvæmdastjóri innviðalausna Advania Björn Brynjúlfur Björnsson (36), framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Bragi Þór Antoníuson (39), framkvæmdastjóri markaðs- og vörustjórnunarsviðs BYKO Brian Jeffery Gross (32), forstjóri Teya Egill Lúðvíksson (31), forstjóri Heimstaden Elísabet Björnsdóttir (40), framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka Erna Björk Sigurgeirsdóttir (39), framkvæmdastjóri fjármála Advania Eva Guðrún Torfadóttir (37), framkvæmdastjóri Bakkinn Guðrún Halla Finnsdóttir (40), framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Norðurál Guðrún Ólafsdóttir (33), meðeigandi og forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Deloitte Hákon Hrafn Gröndal (36), framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs Arion Banka Högni Helgason (35), forstöðumaður flotastýringar Icelandair Hörður Kári Harðarson (34), forstöðumaður þróunarsviðs lyfjaframleiðsluferla og lyfjaforma Alvotech Hrannar Jón Emilsson (37), útgerðarstjóri Þorbjarnar í Grindavík Jón Árni Traustason (40), framkvæmdastjóri fjármála og greininga VÍS Jón Brynjar Ólafsson (38), fjármálastjóri Héðins Jónína Guðný Magnúsdóttir (37), framkvæmdastjóri Eimskip innanlands Júlía Eyfjörð Jónsdóttir (31), framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar Kristín Helga Magnúsdóttir (35), VP business development 50skills Lárus Guðjón Lúðvíksson (38), framkvæmdastjóri vörustýringar 1912 Lóa Fatou Einarsdóttir (38), framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Good Good Magnús Guðmundsson (40), forstöðumaður fyrirtækjalána Kviku Margeir Ásgeirsson (38), forstöðumaður og staðgengill fjármálastjóra fiskiðnaðar Marel Ólafur Karl Sigurðarson (40), framkvæmdastjóri Marel Fish og Marel á Íslandi Ólöf Helga Jónsdóttir (29), director of Business Operations Paymentology Rakel Guðmundsdóttir (33), eignarhaldsstjóri Alfa Framtak Renata Blöndal (39), Fararstjóri og framkvæmdastjóri stefnumótunar Nova Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir (40), chief scientist Carbfix Sigurður Orri Guðmundsson (34), forstjóri Neckcare Sigurður Rúnar Pálsson (38), framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar Öryggismiðstöðin Sigurður Tómasson (34), framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar Origo Sonja Arnórsdóttir (36), Chief Commercial Officer (CCO) Play Vala Valþórsdóttir (38), forstjóri Aurora Abalone Valeria Rivina (40), forstöðumaður veflausna Advania Valur Ægisson (40), forstöðumaður viðskiptastýringar Landsvirkjun Eldri lista og umsagnir um hvern einstakling á 40/40 listanum 2024 má sjá HÉR. 40/40 listinn árið 2024. Hátt hlutfall verkfræðinga vekur athygli og eins virðast konur í nokkurri sókn. Um 700 tilnefningar voru sendar inn af ríflega 300 aðilum, sem koma úr ýmsum áttum í viðskiptalífinu; fjárfestar, sitja í stjórn, lögmenn og fleiri. Oft koma upp sömu nöfnin aftur og aftur, sem er sterk vísbending um að viðskiptalífið er að taka sérstaklega eftir þessum hóp fólks.
Starfsframi Stjórnun Mannauðsmál Vinnumarkaður Jafnréttismál Tengdar fréttir „Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. 29. maí 2024 07:00 Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Hann eyðileggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“ „Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna. 29. maí 2024 07:00
Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00
Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. 18. janúar 2024 08:02
Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02