Fótbolti

Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klám­fengin fagnaðar­læti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bellingham fagnaði innilega og var ekki enn hættur þegar England gekk yfir á eigin vallarhelming.
Bellingham fagnaði innilega og var ekki enn hættur þegar England gekk yfir á eigin vallarhelming. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images

Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti.

Atvikið átti sér í raun stað þegar fagnaðarlátunum var að ljúka og Englendingar gengu aftur yfir á sinn vallarhelming. Bellingham var að ganga fram hjá varamannabekk Slóvakíu, blés fingurkoss og hristi aðeins í hreðjunum.

Samkvæmt reglugerðum UEFA hefði hann átt að fá beint rautt spjald fyrir „vanvirðingu og móðgun við andstæðinginn“. Svo varð ekki en málið verður rannsakað og Bellingham má vænta sektar fyrir hegðunina.

Myndskeið af atvikinu og svar Bellingham má sjá hér fyrir neðan en þar segir hann um að ræða innherjagrín milli vina og vottaði Slóvökum virðingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×