Fótbolti

Sam­herji Hákons fór í hjartastopp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nabil Bentaleb í leik með Lille.
Nabil Bentaleb í leik með Lille. getty/Catherine Steenkeste

Ferli fótboltamannsins Nabils Bentaleb gæti verið lokið. Hann fór í hjartastopp í síðustu viku.

Í gær greindi Lille, félag Bentalebs, frá því að hann hefði verið lagður inn á spítala borgarinnar vegna veikinda.

Nú er hins vegar komið í ljós að Bentaleb fór í hjartastopp í síðustu viku. Hjartastuðtæki þurfti til að koma honum til meðvitundar áður en hann gekkst undir aðgerð. Gangráður var græddur í Bentaleb í aðgerðinni.

Hinn 29 ára Alsíringur gæti neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna veikindanna.

Hann gekk í raðir Lille í fyrra. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hákoni Arnari Haraldssyni.

Bentaleb lék áður með Tottenham, Schalke, Newcastle United og Angers. Hann hefur leikið 52 leiki fyrir alsírska landsliðið og skorað fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×