Erlent

Bein út­sending: „Óvinsælustu fram­bjóð­endur sem boðið hefur verið upp á“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Joe Biden og Donald Trump mætast aftur í kappræðum í nótt.
Joe Biden og Donald Trump mætast aftur í kappræðum í nótt. epa

Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt.

CNN er með streymi frá kappræðunum á Youtube. Ætla má að hægt sé að fylgjast með þeim í gegnum streymið, sem má finna hér að neðan.

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, sagði sína skoðun á kappræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta eru óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á í sögunni. Ég hef enga trú á því að öðrum hvorum þeirra takist að heilla þjóðina,“ sagði Friðjón.

Hann segir væntingarnar til Biden litlar og að Trump þurfi að passa sig að fara ekki fram úr sér.

„Þetta snýst meira um það að hvorugur þeirra má gera mistök Biden verður að vera tiltölulega starfhæfur. Hann þarf að halda þræði og væntingarnar til hans eru endilega ekki svo miklar. Það mætti segja að hann þyrfti bara að vera þarna og detta ekki á andlitið. En það sem Trump þarf að passa er að missa ekki stjórn á sjálfum sér. Hann hefur þá tilhneigingu, í ræðum og á kosningafundum, að detta í mjög langar og samhengislausar einræður um furðulegustu hluti,“ sagði Friðjón sem nefndi að Trump hefði haldið langar ræður uppþvottavélar og vatnsnotkun.

„Þa sem verður verkefni Biden er að draga Trump fram í að missa stjórn á sér. En verkefni Trump er að láta Biden mistakast.“

Friðjón sagði kappræðurnar meðal annars áhugaverðar fyrir þær sakir að hvorki Joe Biden né Donald Trump eru formlega orðnir frambjóðendur sinna flokka. „Þetta hefur aldrei verið svona snemma sumars áður. Yfirleitt hafa kappræðurnar verið í september, október.“

Hann sagði að í fyrstu hafi gengið illa að koma forsetaefnunum tveimur saman. „Trump skoraði bara á Biden sem sagði: „bring it on“ eða eitthvað svoleiðis. Og þeir komust samkomulagi um að haldnar yrðu tvær kappræður og að CNN myndi halda aðrar þeirra, þá fyrri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×