Fótbolti

Foden snýr aftur í her­búðir enska lands­liðsins

Aron Guðmundsson skrifar
Foden verður líkast til í byrjunarliði Englands á sunnudaginn kemur í leiknum mikilvæga í 16-liða úrslitum EM
Foden verður líkast til í byrjunarliði Englands á sunnudaginn kemur í leiknum mikilvæga í 16-liða úrslitum EM Vísir/Getty

Phil Foden snýr aftur í herbúðir enska landsliðsins í Þýskalandi og verður með á æfingu liðsins á morgun fyrir leikinn mikilvæga gegn Slóvakíu á sunnudaginn í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. 

Foden hélt heim til Englands í gær til þess að vera viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke. Strákur er nú fæddur og verður Foden með á æfingu enska landsliðsins á morgun eftir því sem Sky Sports í Bretlandi kemst næst. 

Foden er 24 ára gamall og hefur leikið með Manchester City allan sinn atvinnumannaferil og unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu. Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Englands hönd og hefur byrjað alla leiki liðsins á yfirstandandi Evrópumóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×