Ferðaþjónustan þurfi að hætta þessu væli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 15:05 Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar telur að ferðaþjónustan þurfi ekki endilega á markaðsátaki í boði skattgreiðenda að halda. Í rauninni þurfi hún bara að „hætta þessu væli“. Vísir Framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir ekki sjálfsagt að almenningur greiði undir markaðsherferðir fyrir Ísland sem ferðamannastað. Nú sé ekki rétti tíminn til að hrinda af stað markaðsherferð fyrir Ísland heldur komast að því hver ástæða samdráttarins sé. Umræða um alvarlega stöðu ferðaþjónustunni hér á landi hefur verið áberandi síðustu vikur. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að Ísland væri nánast að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála hefur nú tjáð að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. Fann flug og gistingu í viku á 160 þúsund Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar var viðmælandi í Bítinu í dag en hún segir ekki sjálfsagt að almenningur þurfi að borga undir markaðssetningu fyrir áfangastaðinn Ísland. Fjöldi ferðamanna komi hingað á ári og 27 flugfélög fljúgi til og frá landinu. „Mér finnst tími til að ferðaþjónustan líti inn á við,“ segir Þórunn og að innviðir landsins þurfi á peningum að halda, frekar en markaðssetning fyrir ferðaþjónustuna. „Þannig að það að fara í eitthvað átak í markaðssetningu núna í byrjun júlí er að mínu mati bara rugl, það er bara verið að henda peningum.“ Af hverju? „Af því að þú ert ekki að fara að gera neitt stórt núna. Það sem vantar í ferðaþjónustuna er að það sé gert eitthvað langtímamarkmið.“ Þórunn bendir á að Íslandsstofa sé á fjárlögum og þar eigi að vera stöðug vinna við að styðja við ferðaþjónustuna. Að nokkrum farþegum fækki tímabundið ætti að mati Þórunnar ekki að vera áhyggjuefni. Áhyggjurnar liggi helst í að rannsaka hvers vegna ferðamennirnir séu ekki að koma. Íslandsstofa geti rannsakað hvers vegna markaðir séu að hverfa úr íslensku ferðaþjónustunni, til dæmis með því að kanna ferðaskrifstofurnar. Hún bendir á að 67 prósent Íslandsferða frá Ameríku séu seldar í gegnum ferðaskrifstofur. „Ég kíkti nú bara í morgun á Xpedia, vikuferð frá New York til Íslands kostar ekki nema 159 þúsund. Það er 25 prósent afsláttur núna,“ segir Þórunn, og að í pakkanum sé flug og gisting. Mögulega sé eitthvað annað en há verð sem veldur þessum samdrætti, og það sé ferðaþjónustunnar að kanna. „Þannig að mér finnst ekkert sjálfsagt að við almenningur eigum að fara að borga markaðssetningu,“ segir Þórunn. Örvæntingarfullt og skortir langtímahugsun Hún segir að til séu ýmsar leiðir til að kanna af hverju ferðamönnum frá ákveðnum löndum hefur fækkað. Rétta leiðin sé ekki að rjúka til og biðja um pening í markaðsherferð. „Mér finnst þetta örvæntingarfullt og vantar langtímahugsun. Ég vil frekar styrkja eldri borgara til að komast í sólina til Tenerife með skattpeningunum mínum, til dæmis.“ Það hafi Skandinavíubúar til dæmis gert með góðum árangri fyrir fólkið og skattkerfið. Þórunn segir Samtök Ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, og þann gríðarlega fjölda fyrirtækja sem hafa hag af ferðamönnum vera í stakk búin til að takast á við þessa fækkun. „Það þarf ekki neinn ríkisrekstur í þetta að mínu mati. Okkur vantar að laga innviðina. Og ef við lögum innviðina, þá kemur hitt,“ segir Þórunn og nefnir vegagerð og heilbrigðiskerfið sem dæmi. „Ég man alveg þá daga sem ferðamenn komu hingað bara þrjá mánuði á ári. Og það var ekki grenjað svona mikið þá eins og við heyrum í dag. Ég er bara að segja við greinina, vinnið í ykkar málum.“ Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Umræða um alvarlega stöðu ferðaþjónustunni hér á landi hefur verið áberandi síðustu vikur. Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að Ísland væri nánast að detta úr tísku og bókanir fyrir sumarið séu tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þá hefur verið gagnrýnt að Ísland eyði ekki krónu í markaðssetningu á meðan Kanada, Finnland og Noregur laði að sér ferðamenn í leit að norðurljósunum. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála hefur nú tjáð að hún ætli að setja hundruð milljónir króna í markaðssetningu á Íslandi fyrir ferðamenn. Fann flug og gistingu í viku á 160 þúsund Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar var viðmælandi í Bítinu í dag en hún segir ekki sjálfsagt að almenningur þurfi að borga undir markaðssetningu fyrir áfangastaðinn Ísland. Fjöldi ferðamanna komi hingað á ári og 27 flugfélög fljúgi til og frá landinu. „Mér finnst tími til að ferðaþjónustan líti inn á við,“ segir Þórunn og að innviðir landsins þurfi á peningum að halda, frekar en markaðssetning fyrir ferðaþjónustuna. „Þannig að það að fara í eitthvað átak í markaðssetningu núna í byrjun júlí er að mínu mati bara rugl, það er bara verið að henda peningum.“ Af hverju? „Af því að þú ert ekki að fara að gera neitt stórt núna. Það sem vantar í ferðaþjónustuna er að það sé gert eitthvað langtímamarkmið.“ Þórunn bendir á að Íslandsstofa sé á fjárlögum og þar eigi að vera stöðug vinna við að styðja við ferðaþjónustuna. Að nokkrum farþegum fækki tímabundið ætti að mati Þórunnar ekki að vera áhyggjuefni. Áhyggjurnar liggi helst í að rannsaka hvers vegna ferðamennirnir séu ekki að koma. Íslandsstofa geti rannsakað hvers vegna markaðir séu að hverfa úr íslensku ferðaþjónustunni, til dæmis með því að kanna ferðaskrifstofurnar. Hún bendir á að 67 prósent Íslandsferða frá Ameríku séu seldar í gegnum ferðaskrifstofur. „Ég kíkti nú bara í morgun á Xpedia, vikuferð frá New York til Íslands kostar ekki nema 159 þúsund. Það er 25 prósent afsláttur núna,“ segir Þórunn, og að í pakkanum sé flug og gisting. Mögulega sé eitthvað annað en há verð sem veldur þessum samdrætti, og það sé ferðaþjónustunnar að kanna. „Þannig að mér finnst ekkert sjálfsagt að við almenningur eigum að fara að borga markaðssetningu,“ segir Þórunn. Örvæntingarfullt og skortir langtímahugsun Hún segir að til séu ýmsar leiðir til að kanna af hverju ferðamönnum frá ákveðnum löndum hefur fækkað. Rétta leiðin sé ekki að rjúka til og biðja um pening í markaðsherferð. „Mér finnst þetta örvæntingarfullt og vantar langtímahugsun. Ég vil frekar styrkja eldri borgara til að komast í sólina til Tenerife með skattpeningunum mínum, til dæmis.“ Það hafi Skandinavíubúar til dæmis gert með góðum árangri fyrir fólkið og skattkerfið. Þórunn segir Samtök Ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, og þann gríðarlega fjölda fyrirtækja sem hafa hag af ferðamönnum vera í stakk búin til að takast á við þessa fækkun. „Það þarf ekki neinn ríkisrekstur í þetta að mínu mati. Okkur vantar að laga innviðina. Og ef við lögum innviðina, þá kemur hitt,“ segir Þórunn og nefnir vegagerð og heilbrigðiskerfið sem dæmi. „Ég man alveg þá daga sem ferðamenn komu hingað bara þrjá mánuði á ári. Og það var ekki grenjað svona mikið þá eins og við heyrum í dag. Ég er bara að segja við greinina, vinnið í ykkar málum.“
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00 Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta verði að vaxa í sátt við samfélagið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir skattkerfi vegna ferðamennsku hér á landi enn í mótun. Áhyggjur séu uppi af massatúrisma og ferðamennska verði að vaxa í sátt við samfélagið en líka náttúruna. 20. júní 2024 11:19
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. 17. júní 2024 19:00
Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. 21. júní 2024 13:46