Fótbolti

Gordon datt af hjóli og fékk stærðarinnar skurð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Gordon mætti með skurð á hökunni á æfingu enska landsliðsins í dag.
Anthony Gordon mætti með skurð á hökunni á æfingu enska landsliðsins í dag. getty/Adam Davy

Það er ekki hættulaust að hjóla eins og Anthony Gordon, leikmaður enska landsliðsins, fékk að kynnast.

Gordon mætti á æfingu enska liðsins í dag með sár á hökunni. Hann fékk það þegar hann datt af hjóli þegar hann gerði sér ferð um æfingasvæðið í Blankenhain í Þýskalandi þar sem enska liðið dvelur.

Gordon er ekki fyrsti leikmaðurinn á EM sem lendir í hjólaóhappi. Tékkinn Michal Sadilek missti til að mynda af mótinu eftir að hann datt af hjóli og fékk stóran skurð á löppina.

Gordon kom inn á sem varamaður á 89. mínútu þegar England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í lokaleik sínum í C-riðli. Englendingar unnu riðilinn og mæta Slóvökum í sextán liða úrslitunum á sunnudaginn.

Hinn 23 ára Gordon leikur með Newcastle United. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki, alla á þessu ári.

Á síðasta tímabili skoraði Gordon ellefu mörk í 35 leikjum fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Foden yfirgefur herbúðir enska landsliðsins

Phil Foden hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins, sem þessa dagana tekur þátt á Evrópumótinu í Þýskalandi, vegna persónulegra ástæðna. BBC hefur greint frá því að Foden hafi haldið til Englands til að verða viðstaddur fæðingu þriðja barns síns og unnustu sinnar Rebeccu Cooke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×