Danir í 16-liða úr­slit en Serbar úr leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danir eru komnir í 16-liða úrslit EM.
Danir eru komnir í 16-liða úrslit EM. Clive Mason/Getty Images

Danmörk og Serbía gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í lokaumferð C-riðils Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld.

Fyrir leikinn var ljóst að bæði lið þurftu að sækja úrslit til að koma sér áfram. Danir voru með tvö stig fyrir leikinn og Serbar eitt og því gat eitt stig nægt Dönum til að koma sér upp úr riðlinum, en Serbar þurftu að öllum líkindum á sigri að halda.

Danska liðið var meira með boltann í leik kvöldsins, en lítið var um færi. Staðan í hálfleik var 0-0 og eftir heldur bragðdaufan seinni hálfleik varð niðurstaðan markalaust jafntefli.

Danir enda því með þrjú stig í öðru sæti riðilsins og eru komnir í 16-liða úrslit. Serbar enda hins vegar í neðsta sæti C-riðils og eru úr leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira