Sport

Dæmdu látinn mann í fjögurra ára keppnis­bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Moises Calleros (til hægri) lést í byrjun mars.
Moises Calleros (til hægri) lést í byrjun mars. getty/Zac Goodwin

Mexíkóski hnefaleikakappinn Moises Calleros hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir hann féll á lyfjaprófi. Hann mun þó ekki sitja refsinguna af sér þar sem hann er látinn.

Calleros féll á lyfjaprófi eftir að hann tapaði fyrir breska Ólympíumeistaranum Galal Yafai á Englandi í apríl í fyrra. Kókaín greindist í sýni hans.

Calleros var dæmdur í bannið í gær en breska lyfjaeftirlitið komst seinna að því hann hefði látist í byrjun mars á þessu ári.

Breska lyfjaeftirlitið leiðrétti síðan mistökin þegar búið var að benda þeim á að Calleros væri látinn.

Talið er að Calleros hafi látist af völdum hjartaáfalls í heimaborg sinni Juárez í Mexíkó. Hann var 34 ára.

Calleros vann 37 af 49 bardögum sínum á ferlinum, gerði eitt jafntefli og tapaði ellefu bardögum.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×