Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 22:30 Gianluigi Donnarumma ver vítið frá Modric en það dugði skammt. vísir/Getty Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. Albanir áttu tölfræðilegan möguleika á að komast áfram en þurftu að leggja Spánverja af velli til þess. Spánverjar höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu og héldu uppteknum hætti í kvöld en eina mark leiksins skoraði Ferran Torres á 13. mínútu. Fullt hús stiga niðurstaðan hjá Spáni. Spánverjar unnu Albani 1-0 og enda með fullt hús stiga - og það án þess að fá á sig mark. Ferran Torres setti boltann í stöngina og inn eftir þræðingar Laporte og Olmo 🇪🇸 pic.twitter.com/qWLUo7No5c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 Í hinum leik kvöldsins mættust Ítalía og Króatía. Jafntefli dugði Ítölum til að komast áfram og var engu líkara en þeir hefðu sætt sig við að spila upp á 0-0 jafntefli. Eitt stig var aftur á móti ekki nóg fyrir Króata sem fengu víti á 54. mínútu. Luca Modric fór á punktinn en brást bogalistinn. Donnarumma gerði vel til að verja en það reyndist skammgóður vermir .ví Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Ítalir tryggðu sér annað sætið með jafnteflinu og eru komnir áfram. Króatar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram úr 3. sætinu en það verður að teljast ólíklegt að tvö stig dugi þeim til þess. Það var boðið upp á dramatík í leik Króata og Ítala. Modric skráði sig í sögubækur EM er hann varð elsti markaskorari í sögu mótsins, 38 ára og 289 daga gamall.Zaccagni tryggði Ítalíu í 16 liða úrslit með stórglæsilegu skoti en það reyndist síðasta spyrna leiksins 🇮🇹 pic.twitter.com/mYhN2zcNJ8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Albanir áttu tölfræðilegan möguleika á að komast áfram en þurftu að leggja Spánverja af velli til þess. Spánverjar höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu og héldu uppteknum hætti í kvöld en eina mark leiksins skoraði Ferran Torres á 13. mínútu. Fullt hús stiga niðurstaðan hjá Spáni. Spánverjar unnu Albani 1-0 og enda með fullt hús stiga - og það án þess að fá á sig mark. Ferran Torres setti boltann í stöngina og inn eftir þræðingar Laporte og Olmo 🇪🇸 pic.twitter.com/qWLUo7No5c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 Í hinum leik kvöldsins mættust Ítalía og Króatía. Jafntefli dugði Ítölum til að komast áfram og var engu líkara en þeir hefðu sætt sig við að spila upp á 0-0 jafntefli. Eitt stig var aftur á móti ekki nóg fyrir Króata sem fengu víti á 54. mínútu. Luca Modric fór á punktinn en brást bogalistinn. Donnarumma gerði vel til að verja en það reyndist skammgóður vermir .ví Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Ítalir tryggðu sér annað sætið með jafnteflinu og eru komnir áfram. Króatar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram úr 3. sætinu en það verður að teljast ólíklegt að tvö stig dugi þeim til þess. Það var boðið upp á dramatík í leik Króata og Ítala. Modric skráði sig í sögubækur EM er hann varð elsti markaskorari í sögu mótsins, 38 ára og 289 daga gamall.Zaccagni tryggði Ítalíu í 16 liða úrslit með stórglæsilegu skoti en það reyndist síðasta spyrna leiksins 🇮🇹 pic.twitter.com/mYhN2zcNJ8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira