Körfubolti

Besti leik­maður 1. deildarinnar til liðs við Álfta­nes

Siggeir Ævarsson skrifar
Viktor ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness
Viktor ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara Álftaness Facebook Álftanes körfubolti

Álftnesingum hefur borist vænn liðsstyrkur fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla en Viktor Steffensen skrifaði undir hjá félaginu í dag. Viktor, sem er 22 ára, er uppalinn í Fjölni og var hann valinn besti leikmaður 1. deildarinnar síðasta vetur.

Viktor skoraði 18 stig, tók rúm fjögur fráköst og gaf rúmlega þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Fjölni í vetur. Hann var orðinn lykilmaður í liði Fjölnis strax 18 ára gamall en meiðsli hafa sett strik í reikning hans þar til síðasta haust er hann gat loks beitt sér af fullum krafti á ný.

Viktor er að eigin sögn spenntur fyrir þeirra áskorun að færa sig yfir í úrvalsdeild:

„Ég er ekkert smá spenntur fyrir komandi tímabili með Álftanesi. Frábært þjálfarateymi, mikill metnaður og reynslumiklir leikmenn sem ég hlakka til að fá að spila með. Auk þess flott stjórn og frábær stemning fyrir körfunni á Álftanesi. Ég hlakka til þess að fá að skína með þeim.“ - Er haft eftir Viktori í fréttatilkynningu Álftaness.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×