Zac­cagni skaut Í­tölum á­fram á elleftu stundu

Siggeir Ævarsson skrifar
Varamaðurinn Mattia Zaccagni fagnar marki sínu
Varamaðurinn Mattia Zaccagni fagnar marki sínu vísir/Getty

Ekkert lát er á dramatíkinni á EM karla í fótbolta en Ítalir eru komnir áfram í 16-liða úrslit eftir jöfnunarmark á 99. mínútu.

Króatar urðu að vinna leikinn til að eiga von um að komast áfram en jafntefli dugði Ítölum. Ítalir voru ansi líflausir framan af leik en á 54. mínútu dró til tíðina þegar Króatar fengu víti eftir augljósa hendi innan teig.

Gianluigi Donnarumma ver vítið frá Modric en það dugði skammt.vísir/Getty

Reynsluboltinn Luca Modric steig á punktinn en Donnarumma gerði vel og varði vítið. Það dugði þó skammt því Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark.

Ítalir sóttu án afláts í kjölfarið en náðu lítið að skapa sér og Króatar hefðu vel getað bætt við marki. En á síðustu mínútu uppbótartíma skoraði varamaðurinn Mattia Zaccagni laglegt mark og Ítalir komnir áfram í 16-liða úrslit.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira