Szoboszlai gagnrýnir seinagang sjúkraliðsins við að koma Varga til hjálpar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2024 11:01 Dominik Szoboszlai tók málin í sínar hendur þegar samherji hans, Barnabás Varga, meiddist illa í leiknum gegn Skotlandi í gær. getty/James Gill Dominik Szoboszlai, fyrirliða ungverska fótboltalandsliðsins, fannst sjúkraliðið vera full rólegt í tíðinni þegar samherji hans, Barnabás Varga, meiddist illa í leiknum gegn Skotlandi á EM í gær. Á 67. mínútu lenti Varga í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skota, og lá óvígur eftir. Um sjö mínútur tók að huga að Varga sem var á endanum borinn af velli og fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Hann er kinnbeinsbrotinn en líðan hans er stöðug. Szoboszlai var fljótur að átta sig á að ekki var allt með felldu hjá Varga eftir samstuðið við Gunn. Honum fannst sjúkraliðar á vellinum vera full seinir að bregðast við, hljóp í átt að þeim, náði í börur og dreif þær inn á völlinn. „Ég var einn af þeim fyrstu á vettvang,“ sagði Szoboszlai eftir leikinn sem Ungverjar unnu, 1-0. „Ég var í áfalli, lagði hann til hliðar sem er það besta sem þú getur gert í stöðu sem þessari. Hann fékk ekki nægt súrefni. Ég hef ekki hugmynd um hverjar reglurnar eru, hvort fólki er heimilt að hlaupa inn á völlinn ef við þurfum hjálp.“ Aðspurður fannst Szoboszlai sjúkraliðarnir vera lengi á vettvang. „Mér fannst það ekki. Þú sást að þetta var mikið vandamál. Ég hljóp og hver sekúnda skiptir máli. Þetta er ekki mín ákvörðun en við verðum að gera eitthvað í þessu. Við verðum að gera þetta hraðar, miklu hraðar,“ sagði Liverpool-maðurinn sem felldi tár þegar hann sá hvernig fyrir Varga var komið. Ungverjar enduðu í 3. sæti A-riðils með fjögur stig. Enn liggur ekki fyrir hvort það dugir ungverska liðinu til að komast í sextán liða úrslit mótsins. Ef Ungverjar komast áfram verður Varga ekki með þeim í útsláttarkeppninni. Hann er sem fyrr sagði kinnbeinsbrotinn og eftir leikinn gegn Skotum staðfesti landsliðsþjálfarinn Marco Rossi að þátttöku hans á EM væri lokið. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira
Á 67. mínútu lenti Varga í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skota, og lá óvígur eftir. Um sjö mínútur tók að huga að Varga sem var á endanum borinn af velli og fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Hann er kinnbeinsbrotinn en líðan hans er stöðug. Szoboszlai var fljótur að átta sig á að ekki var allt með felldu hjá Varga eftir samstuðið við Gunn. Honum fannst sjúkraliðar á vellinum vera full seinir að bregðast við, hljóp í átt að þeim, náði í börur og dreif þær inn á völlinn. „Ég var einn af þeim fyrstu á vettvang,“ sagði Szoboszlai eftir leikinn sem Ungverjar unnu, 1-0. „Ég var í áfalli, lagði hann til hliðar sem er það besta sem þú getur gert í stöðu sem þessari. Hann fékk ekki nægt súrefni. Ég hef ekki hugmynd um hverjar reglurnar eru, hvort fólki er heimilt að hlaupa inn á völlinn ef við þurfum hjálp.“ Aðspurður fannst Szoboszlai sjúkraliðarnir vera lengi á vettvang. „Mér fannst það ekki. Þú sást að þetta var mikið vandamál. Ég hljóp og hver sekúnda skiptir máli. Þetta er ekki mín ákvörðun en við verðum að gera eitthvað í þessu. Við verðum að gera þetta hraðar, miklu hraðar,“ sagði Liverpool-maðurinn sem felldi tár þegar hann sá hvernig fyrir Varga var komið. Ungverjar enduðu í 3. sæti A-riðils með fjögur stig. Enn liggur ekki fyrir hvort það dugir ungverska liðinu til að komast í sextán liða úrslit mótsins. Ef Ungverjar komast áfram verður Varga ekki með þeim í útsláttarkeppninni. Hann er sem fyrr sagði kinnbeinsbrotinn og eftir leikinn gegn Skotum staðfesti landsliðsþjálfarinn Marco Rossi að þátttöku hans á EM væri lokið.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Sjá meira