Messi góður en Argentínumenn mjög ósáttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 07:30 Lionel Messi sprautar á sig vatni í leiknum í nótt. Hann var allt í öllu í sóknarleik argentínska landsliðsins. Getty/Hector Vivas Argentínumenn byrja vel í Suðurameríkukeppninni en þeir unnu 2-0 sigur á Kanada í opnunarleiknum í nótt. Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey. Copa América Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey.
Copa América Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira