Fólk hvatt til að sýna aðgát vegna skriðufallahættu á Norðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 22:41 Í forgrunni er Eyjafjarðará. Skriðan á upptök sín í miðri hlíð og nemur staðar neðarlega í hlíðinni. Veðurstofa Íslands Ofanflóðssérfræðingar Veðurstofu Íslands brýna til fólks að sýna aðgát og fylgjast vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum. Í dag slapp bóndi í Eyjafjarðardal naumlega undan aurskriðu sem féll við Halldórsstaði þar sem hann var að þvæla fé upp á fjöll. Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar. Eyjafjarðarsveit Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar.
Eyjafjarðarsveit Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira