Erlent

Stjórn­völd í Ísrael í­huga stríð gegn Hezbollah og Líbanon

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Eldar slökktir í Safed í norðurhluta Ísrael í kjölfar árása frá Líbanon.
Eldar slökktir í Safed í norðurhluta Ísrael í kjölfar árása frá Líbanon. AP/Leo Correa

Utanríkisráðherra Ísrael segir ákvörðun um mögulegt stríð gegn Hezbollah munu liggja fyrir innan tíðar en greint var frá því í gær að stjórnvöld hefðu ákveðið að ráðast í aðgerðir gegn samtökunum í Líbanon.

Tilefni aðgerðanna er langt myndskeið sem Hezbollah birti á dögunum en það er tekið með dróna og sýnir borgina Haifa. Birting myndskeiðsins hefur verið túlkað sem hótun um árás á hafnarborgina.

Hezbollah gerðu umfangsmiklar árásir yfir landamærin í síðustu viku eftir að háttsettur leiðtogi samtakanna lést í aðgerðum Ísraelshers. Þá hafa samtökin hótað árásum á hafnir Haifa.

Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, sagði á Twitter í gær að stjórnvöld væru nálægt því að komast að niðurstöðu um að „breyta leikreglunum“ hvað varðaði Hezbollah og Líbanon. Ef til stríðs kæmi yrði Hezbollah tortímt og Líbanon laskað.

Amos Hochstein, sendifulltrúi Bandaríkjanna, átti fund með ráðamönnum í Líbanon í vikunni eftir heimsókn til Ísrael. Sagði hann mikilvægt að lát yrði á árásum beggja yfir landamærin en litlar líkur eru taldar á því á meðan átök geisa enn á Gaza.

Guardian fjallar ítarlega um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×