Fótbolti

Valur og Stjarnan byrja á heima­velli en Breiða­blik fer til Makedóníu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik fer til Makedóníu í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Breiðablik fer til Makedóníu í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét

Íslensku liðin Breiðablik, Valur og Stjarnan fengu að vita í dag hverjum þeir mæta í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Dregið var fyrir fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í dag og voru þrjú íslensk lið í pottinum. Fyrir dráttinn var ljóst hvaða liðum íslensku liðin gátu mætt.

Breiðablik var í hópi tvö og gat mætt Floriana FC frá Möltu, Shelbourne FC frá Írlandi, Atletic Club Escaldes frá Andorra, GFK Tikves frá Norður-Makedóníu eða Caernorfon Town frá Wales.

Valur var í hópi fjögur og gat mætt KuPS frá Finnlandi, B36 frá Færeyjum, Levadia Tallinn frá Eistlandi, Connah´s Quay Nomads frá Wales eða Vllaznia Shkodë frá Albaníu.

Stjarnan var hins vegar í hópi fimm og gat mætt Zalgaris frá Litáen, Linfield FC frá Norður-Írlandi, Paide Linnameeskond frá Eistlandi, FK Liepaja frá Lettlandi eða Derry City frá Írlandi.

Fór það svo að Breiðablik mun mæta GFK Tikves frá Makedóníu, Valur mætir KF Vllaznia frá Albaníu og. Stjörnumenn mæta Linfield FC frá Norður-Írlandi.

Fyrri leikir liðanna fara fram þann 11. júlí næstkomandi og seinni leikirnir viku síðar. Valur og Stjarnan hefja leik á heimavelli en Breiðablik spilar fyrri leikinn á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×