Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Árni Sæberg skrifar 18. júní 2024 07:26 Palestínumenn greftraðir í fjöldagröf þann 26. desember síðastliðinn. AP Photo/Fatima Shbair Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. Þetta sýnir rannsókn AP-fréttaveitunnar, sem unnin var í samstarfi við vopnasérfræðinga og lögfræðinga. Rannsóknin byggir á greiningu á tíu loftárásum Ísreaelshers í október, nóvember og desember síðasta árs, sem felldu rúmlega fimm hundruð manns. Þá er rannsóknin að hluta byggð á gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem lýtur stjórn Hamas-samtakanna. Minnst sextíu fjölskyldur hafa misst 25 eða fleiri Rannsókn AP leiddi í ljós að minnst sextíu stórfjölskyldur á Gasa misstu meira en 25 fjölskyldumeðlimi í loftárásum á fyrstu þremur mánuðum stríðsins. AP hefur eftir Rashid Khalidi, palestínsk-bandarískum sagnfræðingi að stríðið nú sé orðið það mannskæðasta í nútímasögu Palestínu, mannskæðara en stríðið árið 1948, sem kallað er „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Frændur og frænkur eins og hráviði á gólfinu Í frétt AP um rannsóknina eru sögur sex stórfjölskyldna sem hafa farið illa út úr stríðinu raktar. Þar segir meðal annars frá Salem-fjölskyldunni, sem sögð er hafa misst 173 fjölskyldumeðlimi í tveimur árásum Ísraelshers. Þeirra á meðal fjölda barna, ólétta konu og 87 ára ættföðurinn. Þann 11. desember hafi loftárás hæft þyrpingu heimila í eigu fjölskyldunnar. Eitt hús hafi gjöreyðilagst og fjöldi skemmst. Minnst áttatíu hafi verið drepnir. Sjö dögum seinna hafi loftárás verið gerð á einbýlishús í Rimal, þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu leitað skjóls eftir fyrri loftárásina. Þá hafi minnst níutíu látið lífið. „Ég sá lík frænda minna og frænka eins og hráviði á gólfinu. Við þurftum að nota skilríki þeirra til að bera kennsl á þau, þau voru bara hrúgur af holdi,“ er haft eftir Mohamed Salem, sem lifði síðari árásina af. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43 Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16 Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Þetta sýnir rannsókn AP-fréttaveitunnar, sem unnin var í samstarfi við vopnasérfræðinga og lögfræðinga. Rannsóknin byggir á greiningu á tíu loftárásum Ísreaelshers í október, nóvember og desember síðasta árs, sem felldu rúmlega fimm hundruð manns. Þá er rannsóknin að hluta byggð á gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem lýtur stjórn Hamas-samtakanna. Minnst sextíu fjölskyldur hafa misst 25 eða fleiri Rannsókn AP leiddi í ljós að minnst sextíu stórfjölskyldur á Gasa misstu meira en 25 fjölskyldumeðlimi í loftárásum á fyrstu þremur mánuðum stríðsins. AP hefur eftir Rashid Khalidi, palestínsk-bandarískum sagnfræðingi að stríðið nú sé orðið það mannskæðasta í nútímasögu Palestínu, mannskæðara en stríðið árið 1948, sem kallað er „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Frændur og frænkur eins og hráviði á gólfinu Í frétt AP um rannsóknina eru sögur sex stórfjölskyldna sem hafa farið illa út úr stríðinu raktar. Þar segir meðal annars frá Salem-fjölskyldunni, sem sögð er hafa misst 173 fjölskyldumeðlimi í tveimur árásum Ísraelshers. Þeirra á meðal fjölda barna, ólétta konu og 87 ára ættföðurinn. Þann 11. desember hafi loftárás hæft þyrpingu heimila í eigu fjölskyldunnar. Eitt hús hafi gjöreyðilagst og fjöldi skemmst. Minnst áttatíu hafi verið drepnir. Sjö dögum seinna hafi loftárás verið gerð á einbýlishús í Rimal, þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu leitað skjóls eftir fyrri loftárásina. Þá hafi minnst níutíu látið lífið. „Ég sá lík frænda minna og frænka eins og hráviði á gólfinu. Við þurftum að nota skilríki þeirra til að bera kennsl á þau, þau voru bara hrúgur af holdi,“ er haft eftir Mohamed Salem, sem lifði síðari árásina af.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43 Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16 Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43
Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16
Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00