Palestínufánar í Mosfellsbæ vekja upp misgóð viðbrögð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 13:43 Haldin var samkoma í Mosfellsbæ í gær þar sem flóttafólk frá Palestínu var boðið velkomið til landsins. Hanna Símonar Í gær birti Hanna Símonardóttir mynd á X, áður Twitter, þar sem sjá má nokkra Palestínufána blakta ásamt fána með merki Mosfellsbæjar og íslenska fánanum. Yfirskrift Hönnu var „dagurinn sem Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar“, en færslan hefur vakið misgóð viðbrögð. Hanna segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi verið haldin samkoma þar sem flóttafólk frá Palestínu sem komið hefur til landsins með löglegum hætti var boðið velkomið. Samkoman var á vegum sjálfboðaliða. Dagurinn þegar Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar pic.twitter.com/ugoy5EBG9Q— Hanna Símonar (@hannasimonar) June 16, 2024 Grillaðar voru pulsur og fólki boðið að gera sér glaðan dag í Tungubakka í Mosfellsbæ, en bærinn veitti sjálfboðaliðunum góðfúslegt leyfi til afnota á húsnæði Aftureldingar. Bæjarfulltrúar hafi svo mætt á samkomuna, tekið þátt í gleðinni og boðið fólkið velkomið með formlegum hætti. Hanna hefur sjálf verið með tvö börn frá Palestínu í fóstri undanfarið ár, en fjölskyldur þeirra beggja eru nýkomnar til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar. Á samfélagsmiðlinum X var ekki greint frá þessu tilefni, en myndin af fánunum birt og Mosfellsbær sagður öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndar. Þá hafa sumir fagnað framtakinu og sagst vera stoltir Mosfellingar. Aðrir segja bæinn til skammar. „Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað. Frábært framtak,“ segir Arnaldur Árnason. Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað 😊 frábært framtak https://t.co/cxi76e6GFu— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) June 17, 2024 Runólfur Trausti segist alltaf hafa verið „Mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna!“ Alltaf verið mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna! 🥰 https://t.co/qsYAYRJbkH— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 17, 2024 Önnur ummæli eru ýmist á þann veg að Mosfellsbær sé til skammar, þetta sé ekki fögur sjón, eða að þetta sé „geggjað!“ Mosfellsbær Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Hanna segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi verið haldin samkoma þar sem flóttafólk frá Palestínu sem komið hefur til landsins með löglegum hætti var boðið velkomið. Samkoman var á vegum sjálfboðaliða. Dagurinn þegar Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar pic.twitter.com/ugoy5EBG9Q— Hanna Símonar (@hannasimonar) June 16, 2024 Grillaðar voru pulsur og fólki boðið að gera sér glaðan dag í Tungubakka í Mosfellsbæ, en bærinn veitti sjálfboðaliðunum góðfúslegt leyfi til afnota á húsnæði Aftureldingar. Bæjarfulltrúar hafi svo mætt á samkomuna, tekið þátt í gleðinni og boðið fólkið velkomið með formlegum hætti. Hanna hefur sjálf verið með tvö börn frá Palestínu í fóstri undanfarið ár, en fjölskyldur þeirra beggja eru nýkomnar til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar. Á samfélagsmiðlinum X var ekki greint frá þessu tilefni, en myndin af fánunum birt og Mosfellsbær sagður öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndar. Þá hafa sumir fagnað framtakinu og sagst vera stoltir Mosfellingar. Aðrir segja bæinn til skammar. „Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað. Frábært framtak,“ segir Arnaldur Árnason. Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað 😊 frábært framtak https://t.co/cxi76e6GFu— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) June 17, 2024 Runólfur Trausti segist alltaf hafa verið „Mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna!“ Alltaf verið mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna! 🥰 https://t.co/qsYAYRJbkH— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 17, 2024 Önnur ummæli eru ýmist á þann veg að Mosfellsbær sé til skammar, þetta sé ekki fögur sjón, eða að þetta sé „geggjað!“
Mosfellsbær Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira