Erlent

Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Benjamin Netanyahu segir að daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbrautum komi ekki til greina.
Benjamin Netanyahu segir að daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbrautum komi ekki til greina. AP

Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið.

Greint var frá því í dag að Ísraelsher hyggðist gera daglegt hlé á hernaði í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. Hléin eiga bara við um veg sem liggur frá Kerem Shalon landamærunum í suðurhluta Gasa, um Salah al-Din stofnbrautina og að evrópska sjúkrahúsinu nærri borginni Khan Younis. Ekki er um vopnahlé að ræða og árásir muni halda áfram í Rafah-borg.

Stjórnvöld ekki með í ráðum

Haft er eftir ísraelska miðlinum The times of Israel í dag að Ísraelsk stjórnvöld hefðu ekki verið með í ráðum. Þegar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hafi heyrt af þessu, hefði hann sett sig í samband við forsvarsmenn hersins og komið því skilmerkilega á framfæri að þetta kæmi ekki til greina.

„Eftir fyrirspurn forsætisráðherrans var hann upplýstur um það að engin stefnubreyting væri í stefnu Ísraelshers, og árasirnar í Rafah myndu halda áfram,“ segir í The time of Israel.

Þá sagði þjóðaröryggisráðherra Ísrael, Itamar Ben Gvir, að sá sem tók þessa ákvörðun væri „kjáni sem væri ekki starfi sínu vaxinn.“ Því miður hefði þessi ákvörðun ekki verið borin fyrir stjórnvöld, og er í andstöðu við stefnu hennar. Það er kominn tími til að hætta þessari klikkuðu og veruleikafirrtu nálgun sem færir okkur aðeins fleiri dauðsföllum,“ sagði Itamar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×