Fótbolti

Ógnaði lög­reglu með öxi stuttu frá stuðningsmannasvæði Hollendinga

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Meiriháttar lögregluaðgerðir eiga sér nú stað í miðbænum en atvikið átti sér stað á fjölfarinni og vinsælli skemmtanalífs götu í Hamburg.
Meiriháttar lögregluaðgerðir eiga sér nú stað í miðbænum en atvikið átti sér stað á fjölfarinni og vinsælli skemmtanalífs götu í Hamburg. Marcus Brandt/picture alliance via Getty Images

Maður vopnaður exi og íkveikjusprengju ógnaði öryggi lögregluþjóna í Hamburg í Þýskalandi þar sem leikur Hollands og Póllands fer fram á Evrópumótinu í fótbolta.  

Lögreglan skaut manninn niður og slasaði hann stórvægilega. Honum var samstundis veitt aðstoð af sjúkraliðum. Enginn annar slasaðist. 

Hér sést hvernig maðurinn gerði atlögu að lögreglunni. MYND: AP

Atvikið átti sér stað nærri stuðningsmannasvæðis (e. Fan Zone) Hollendinga klukkan 12:30 að staðartíma (10:30 UTC)  á aðalstrætinu Reeperbahn nokkur hundruð metra frá stuðningsmannasvæðinu.  

Leikvangurinn Volksparkstadion er um 8 kílómetra frá miðbænum þar sem atvikið átti sér stað. 

Um 30.000 Hollendingar eru í Hamburg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×