Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 17:19 Rútan valt og fjöldi er slasaður að sögn lögreglu. aðsend Hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð vegna rútuslyss sem varð í Öxnadal. Sömuleiðis hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og tvær flugvélar verið kallaðar út til sjúkraflugs. Lögreglan segir slysið alvarlegt. Rútan hafi oltið og fjöldi farþega sé slasaður. Þetta staðfesta Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. RÚV greindi fyrst frá slysinu. Bæði samhæfingarmiðstöð og hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð. Öxnadalsheiði hefur verið lokað og bent á hjáleið um Tröllaskaga. Að sögn Hjördísar hafnaði rúta, með 22 farþega innanborðs og ökumann, út af veginum í Öxnadal. Hún kveðst ekki hafa nánari upplýsingar að svo stöddu um alvarleika slyssins eða meiðsl farþega. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni hér að neðan: Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.
Þetta staðfesta Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna og Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. RÚV greindi fyrst frá slysinu. Bæði samhæfingarmiðstöð og hópslysaáætlun Almannavarna hefur verið virkjuð. Öxnadalsheiði hefur verið lokað og bent á hjáleið um Tröllaskaga. Að sögn Hjördísar hafnaði rúta, með 22 farþega innanborðs og ökumann, út af veginum í Öxnadal. Hún kveðst ekki hafa nánari upplýsingar að svo stöddu um alvarleika slyssins eða meiðsl farþega. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni hér að neðan: Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Rútuslys í Öxnadal Hörgársveit Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira