Innlent

Fimm bíla á­rekstur á Akur­eyri

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Enginn sjúkrabíll var sendur á vettvang því slys á fólki voru minniháttar.
Enginn sjúkrabíll var sendur á vettvang því slys á fólki voru minniháttar. Vísir/Vilhelm

Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut á Akureyri á öðrum tímanum. Um er að ræða aftanákeyrslu sem varð á leið af hringtorgi og inn í bæinn.

Helgi Tulinius varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir engin meiriháttar slys hafa orðið á fólki en að númer hafi verið tekin af tveimur bílum sem reyndust óökufærir eftir áreksturinn.

„Þetta var minna en á horfðist,“ segir Helgi.

Tveir lögreglubílar fóru á vettvang en ekki var talin þörf á sjúkrabíl. Bíladagar fara nú fram á Akureyri um helgina og því er talsverð umferð af utanbæjarfólki. Áreksturinn varð við hringtorg á Hörgárbraut sem þarf að fara yfir áður en maður kemst inn í bæinn að norðanverðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×