Spán­verjar kláruðu dæmið í fyrri hálf­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fabian Ruiz var allt í öllu.
Fabian Ruiz var allt í öllu. Julian Finney/Getty Images

Spánn byrjar Evrópumót karla í knattspyrnu á 3-0 sigri gegn Króatíu. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Það verður seint að lokatölurnar gefi fullkomlega rétt mynd af leiknum en að því er einfaldlega ekki spurt.

Spánn og Króatía leika í B-riðli ásamt Ítalíu og Albaníu. Segja má að um hálfgerðan dauðariðil sé að ræða. Það var því búist við nokkuð lokuðum leik og var það raunin í tæplega hálftíma.

Þá átti Fabián Ruiz frábæra sendingu í gegnum vörn Króatíu og Álvaro Morata kom Spánverjum yfir. Aðeins þremur mínútum síðar átti Ruiz bolta upp í horn á Lamine Yamal sem fann Pedri sem skilaði boltanum á Ruiz sem dansaði framhjá manni og öðrum áður en hann skoraði af miklu öryggi.

Yamal fann svo Dani Carvajal inn á teignum undir lok fyrri hálfleiks og staðan 3-0 í hálfleik. Króatar sóttu og sóttu í síðari hálfleik. Þegar rúmar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fengu þeir vítaspyrnu eftir að Unai Simon markvörður var að dóla sér með boltann í eigin vítateig.

Miðjumaðurinn Rodri braut svo á leikmanni Króatíu sem var við það að leggja boltann í opið markið. Á einhvern ótrúlegan hátt fékk Rodri bara gult þrátt fyrir að vera augljóslega að ræna opnu marktækifæri.

Simon bætti upp fyrir sín mistök með því að verja spyrnu Bruno Petković og þó Króatar hafi náð boltanum og komið honum á Petković sem skoraði þá var leikmaður Króatíu kominn inn í teiginn þegar spyrnan var tekin og markið því ekki gilt.

Á endanum fór það svo að Spánn leikinn 3-0 en leikurinn var mun jafnari en lokatölur gefa til kynna.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira