Mbappé nefbrotnaði líklega í naumum sigri Frakklands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2024 21:00 Alblóðugur Mbappé. Michael Regan/Getty Images Frakkland byrjaði Evrópumót karla í fótbolta með naumum 1-0 sigri á Austurríki. Sigurinn var dýrkeyptur þar sem Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklands, nefbrotnaði að öllum líkindum undir lok leiks. Frakkland átti erfitt uppdráttar framan af leik þar sem stífur varnarleikur Austurríkis gerði þeim erfitt fyrir. Mbappé fékk gullið tækifæri til að koma Frakklandi yfir en brást á ótrúlegan hátt bogalistin. That Kylian Mbappé miss 😬 pic.twitter.com/tzPUstUxrM— B/R Football (@brfootball) June 17, 2024 Segja má að Mbappé hafi bætt upp fyrir mistökin þegar Frökkum tókst loks að brjóta ísinn á 38. mínútu. Hann óð þá upp hægri vænginn og gaf fyrir. Þar tókst Maximilian Wober á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann í eigið net. Staðan 1-0 í hálfleik og þó Frakkar hafi fengið færi til að klára dæmið í síðari hálfleik þá tókst þeim ekki að bæta við mörkum og leikurinn spennandi allt þangað til flautað var til leiksloka. Þó Frakkland hafi landað stigunum þremur þá voru þau dýrkeypt. Antoine Griezmann lenti illa með andlitið á auglýsingaskilti en hristi þó af sér. Griezmann lenti illa í því.Richard Sellers/Getty Images Það var svo undir lok venjulegs leiktíma þegar Mbappé lenti í hörðum árekstri við Kevin Danso, leikmann Austurríkis, með þeim afleiðingum að nef hans virtist mölbrotna. Hann var í kjölfarið tekinn af velli en aðeins eftir að hann kom aftur inn á völlinn í leyfileysis til að þvinga fram skiptinguna þar sem dómari leiksins stöðvaði ekki leikinn til að leyfa Frakklandi að gera skiptinguna. Mbappé fékk í kjölfarið gult spjald fyrir og fór svo rakleiðis inn í klefa og er eflaust á leið upp á spítala þegar þetta er skrifað. Damn. pic.twitter.com/nDo04K6Y24— B/R Football (@brfootball) June 17, 2024 Leiknum lauk með 1-0 sigri Frakklands sem er komið með þrjú stig líkt og Holland þegar fyrstu umferð D-riðils er lokið. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti
Frakkland byrjaði Evrópumót karla í fótbolta með naumum 1-0 sigri á Austurríki. Sigurinn var dýrkeyptur þar sem Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklands, nefbrotnaði að öllum líkindum undir lok leiks. Frakkland átti erfitt uppdráttar framan af leik þar sem stífur varnarleikur Austurríkis gerði þeim erfitt fyrir. Mbappé fékk gullið tækifæri til að koma Frakklandi yfir en brást á ótrúlegan hátt bogalistin. That Kylian Mbappé miss 😬 pic.twitter.com/tzPUstUxrM— B/R Football (@brfootball) June 17, 2024 Segja má að Mbappé hafi bætt upp fyrir mistökin þegar Frökkum tókst loks að brjóta ísinn á 38. mínútu. Hann óð þá upp hægri vænginn og gaf fyrir. Þar tókst Maximilian Wober á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann í eigið net. Staðan 1-0 í hálfleik og þó Frakkar hafi fengið færi til að klára dæmið í síðari hálfleik þá tókst þeim ekki að bæta við mörkum og leikurinn spennandi allt þangað til flautað var til leiksloka. Þó Frakkland hafi landað stigunum þremur þá voru þau dýrkeypt. Antoine Griezmann lenti illa með andlitið á auglýsingaskilti en hristi þó af sér. Griezmann lenti illa í því.Richard Sellers/Getty Images Það var svo undir lok venjulegs leiktíma þegar Mbappé lenti í hörðum árekstri við Kevin Danso, leikmann Austurríkis, með þeim afleiðingum að nef hans virtist mölbrotna. Hann var í kjölfarið tekinn af velli en aðeins eftir að hann kom aftur inn á völlinn í leyfileysis til að þvinga fram skiptinguna þar sem dómari leiksins stöðvaði ekki leikinn til að leyfa Frakklandi að gera skiptinguna. Mbappé fékk í kjölfarið gult spjald fyrir og fór svo rakleiðis inn í klefa og er eflaust á leið upp á spítala þegar þetta er skrifað. Damn. pic.twitter.com/nDo04K6Y24— B/R Football (@brfootball) June 17, 2024 Leiknum lauk með 1-0 sigri Frakklands sem er komið með þrjú stig líkt og Holland þegar fyrstu umferð D-riðils er lokið.