Innlent

Sagði „kærustuna“ í sam­bandi þó hún segði annað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Vesturlands vegna hótana.

Manninum var gefið að sök að senda öðrum manni líflátshótanir í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í febrúar í fyrra. Með því var hann sagður hafa vakið upp ótta hjá manninum um líf hans, heilbrigði og velferð.

Hótanirnar voru tvær og eru eftirfarandi:

„Þú ert fkn dauður ef þú lætur ekki kærustu mína í friði. [Nafn] er í sambandi þótt hún segir annað við þig.“

„Það þýðir ekkert að blocka mig líka hérna. Ég er að fara að finna þig og ganga frá þér.“

Maðurinn sótti ekki þing. Fjarvera hans þótti jafna til játningar og töldust brotin því sönnuð. Hann var með hreint sakavottorð og þótt því þrjátíu daga skilorðsbundin refsing nægja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×