„Hef ítrekað verið ásakaður af eiginkonunni að vera morgunfúll“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. júní 2024 10:00 Friðrik Björnsson, fjármálastjóri AÞ-Þrifa og snúsari, segir eiginkonuna oft kvarta undan því að hann sé ekki nógu hress á morgnana. Það sé þó á misskilningi byggt. Hann þurfi bara dágóðan tíma í að komast á rétt ról. Vísir/Arnar Halldórsson Friðrik Björnsson, fjármálastjóri AÞ-Þrifa, á það til að elda heilu kvöldmáltíðirnar þegar fjölskyldan er sofnuð en Friðrik er einn þeirra sem snúsar snúsin þegar vekjaraklukkan hringir á morgnana. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Morgnarnir eru ekki minn tími og ég hef ítrekað verið ásakaður af eiginkonunni að vera morgunfúll. Ég vísa þessum ásökunum þó til föðurhúsanna, hreyki mér af því að vera jafnlyndur og alltaf í góðu stuði, en viðurkenni að vera smástund í gang og jafvel pínulítið vankaður fyrstu mínútur dagsins. Enda eru alltaf þrjú snooze stillt í vekjaraklukkunni. Svo er hægt að snooza snoozin, svo þetta geta verið sjö til átta hringingar á morgnana.“ Ég neyðist þó til að skríða á fætur um korter yfir sjö til að gera sjálfan mig og börnin tvö tilbúin til vinnu, skóla og leikskóla. Hér er mikilvægt að gera ráð fyrir tímanum sem fer í að velja rétta dressið fyrir leikskóladaginn hjá þriggja ára prinsessunni, sem hefur sterkar skoðanir á tísku og mætir eins oft og hún getur í vel völdum glimmerkjól í leiskólann, þveröfugt við pabbann sem líður best í gamalli hettupeysu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ekkert valkvætt dúllerí á morgnana hjá mér! En þegar ég er búinn að skutla krökkunum á sinn stað fæ ég rólega stund fyrir sjálfan mig í bílnum. Sakna þess þó stundum að hafa ekki gefið mér tíma í að hafa gott kaffi í kaffimáli, þar líð ég fyrir öll snooze-in, set vel valda tónlist í góð heyrnartól og lullast í hægðum mínum áfram í morgunumferðinni við ljúfa tóna. Þessa vikuna hefur það verið nýjasti lagalistinn frá Baggalúti, enda mikilvægt að undirbúa sig fyrir tónleikana með Baggalúti og sinfó um helgina. Annars er Blink-182 almennt aðal númerið og ég viðurkenni að hlusta við á við á eina lagið sem ég hef sjálfur gefið út, Light up með Sirka 0, sem ég er ofboðslega stoltur af og finnst flottara því oftar sem ég hlusta á það. Er þó enginn tónlistarmaður, en lagið var brúðkaupsgjöf til konunnar. Mér fannst ég skulda henni eitthvað rómó eftir að hafa oftar en ekki klúðrað blóma- og konfektmálum á konudeginum og svona allt frá upphafi sambandsins, þrátt fyrir að vera allur af vilja gerður.“ Á skalanum 1-10: Hversu heppinn ertu með veður í ferðalögum um Ísland? „Ætli tölfræðingurinn í mér verði ekki að álykta að ég sé bara einhversstaðar í miðjunni, 5.5? Maður hefur upplifað allt frá því að krakkarnir séu úti á nærbuxunum klukkan 23 í það að geta varla opnað bílhurðina í rokinu. Ég er þó nokkuð í að elta veðrið og í slæmum veðrum er bara kósý að spila borðspil uppi í bústað, svo ég get unað mér í öllum veðrum, þannig. Ég er samt tiltölulega óundirbúinn og kærulaus túristi og get yfirleitt sjálfum mér um kennt þegar ég lendi í bobba á ferðalögum. Dæmi um það er að við keyrðum á Yarisnum um verri veginn nærri Dettifossi í miðjum vegaframkvæmdum, versta ástand á vegi sem ég hef upplifað hingað til. Auðvitað sprakk á bílnum, enda Yarisnum ekki ætlað í torfæru, og enginn skiptilykill eða hvað það heitir í skottinu. Eftir langa bið í óbyggðunum komu þó blessunarlega japanskir ferðalangar og lánuðu okkur lykilinn sinn, sem við skiluðum svo ásamt konfekti og freyðivíni upp á hótel til þeirra um kvöldið, meyr og mjúk af þakklæti.“ Friðrik skrifar TO DO lista til að halda utan um skipulag og verkefni og skiptir þeim verkefnalista í þrennt: Það sem er mjög áríðandi og á hans könnu, það sem er í höndum annarra og hann að bíða eftir og loks það sem væri næs að hafa eða geta gert, sem oftast eru þá verkefni sem hann viðurkennir að komast sjaldan í.Vísir/Arnar Halldórsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Stafræn umbreyting! Eru ekki allir í því? Burt með allan pappír og öll þessi Excelskjöl, allt í BI, sítengingu og sjálfvirkni. Þó þetta sé mikil vinna til að byrja með þá er þetta fljótt að borga sig upp, sparar mikinn tíma í innslátt og greiningarvinnu og gefur stjórnendum betri upplýsingar, hraðar. Þannig eykst snerpan okkar, stjórnendur fá betri upplýsingar, taka þar af leiðandi betri ákvarðanir og búmm – blómstrandi bisniss.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Skrifa niður það sem þarf að gera? Í grunninn er TO DO listanum skipt í þrennt: A.S.A.P og boltinn hjá mér, boltinn annars staðar og ég í biðstöðu, og svo ‚nice to have‘, sem maður kemst nú sjaldnast í. Ég held þó að það sé bara jákvætt, það knýr mann líka til að forgansraða rétt og bæta skilvirknina á þessum takmarkaða tíma sem maður hefur. Ég vil hafa tempó, stuð og nóg að gera í vinnunni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Fer ævinlega síðastur að sofa á heimilinu, en yfirleitt ekki mikið seinna en um miðnætti. Minn akkilesarhæll í þessu lífi er líklega kvöldmönsið, sem er ekki alltaf bara morgunkorn eða hrökkbrauð, ég á það til að elda heilu máltíðirnar þegar öll fjölskyldan er steinsofnuð: núðluréttur með rækjum, ommiletta með kjúklingi eða kjötsúpu. Þetta er mögulega ósiður sem er ekkert að hjálpa mér á morgnana, en mér finnst maturinn bragðast best í kvöldkyrrðinni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Hefur óeðlilega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum í barnasamfellur Snorri Másson, ritstjóri eigin fjölmiðils, segist hafa óeðlilega þörf fyrir því að strauja allt. Snorri nýtir tímann á morgnana til að strauja, enda sannfærðist hann um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu helst að líða frá því að fólk vaknar og þar til það drekkur fyrsta kaffibollann sinn. 8. júní 2024 10:00 „Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. 1. júní 2024 10:00 Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. 25. maí 2024 10:01 „Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01 „Í dag fæ ég næstum því bara hrós við matarborðið“ Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri hjá Katla Travel og formaður SAF finnst gaman að elda og elskar ítalska eldhúsið og að vinna með villibráð sem hann veiðir sjálfur. Pétur segir börnin sín betur kunna að meta matseldina hans nú en þegar þau voru yngri. 11. maí 2024 10:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Morgnarnir eru ekki minn tími og ég hef ítrekað verið ásakaður af eiginkonunni að vera morgunfúll. Ég vísa þessum ásökunum þó til föðurhúsanna, hreyki mér af því að vera jafnlyndur og alltaf í góðu stuði, en viðurkenni að vera smástund í gang og jafvel pínulítið vankaður fyrstu mínútur dagsins. Enda eru alltaf þrjú snooze stillt í vekjaraklukkunni. Svo er hægt að snooza snoozin, svo þetta geta verið sjö til átta hringingar á morgnana.“ Ég neyðist þó til að skríða á fætur um korter yfir sjö til að gera sjálfan mig og börnin tvö tilbúin til vinnu, skóla og leikskóla. Hér er mikilvægt að gera ráð fyrir tímanum sem fer í að velja rétta dressið fyrir leikskóladaginn hjá þriggja ára prinsessunni, sem hefur sterkar skoðanir á tísku og mætir eins oft og hún getur í vel völdum glimmerkjól í leiskólann, þveröfugt við pabbann sem líður best í gamalli hettupeysu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ekkert valkvætt dúllerí á morgnana hjá mér! En þegar ég er búinn að skutla krökkunum á sinn stað fæ ég rólega stund fyrir sjálfan mig í bílnum. Sakna þess þó stundum að hafa ekki gefið mér tíma í að hafa gott kaffi í kaffimáli, þar líð ég fyrir öll snooze-in, set vel valda tónlist í góð heyrnartól og lullast í hægðum mínum áfram í morgunumferðinni við ljúfa tóna. Þessa vikuna hefur það verið nýjasti lagalistinn frá Baggalúti, enda mikilvægt að undirbúa sig fyrir tónleikana með Baggalúti og sinfó um helgina. Annars er Blink-182 almennt aðal númerið og ég viðurkenni að hlusta við á við á eina lagið sem ég hef sjálfur gefið út, Light up með Sirka 0, sem ég er ofboðslega stoltur af og finnst flottara því oftar sem ég hlusta á það. Er þó enginn tónlistarmaður, en lagið var brúðkaupsgjöf til konunnar. Mér fannst ég skulda henni eitthvað rómó eftir að hafa oftar en ekki klúðrað blóma- og konfektmálum á konudeginum og svona allt frá upphafi sambandsins, þrátt fyrir að vera allur af vilja gerður.“ Á skalanum 1-10: Hversu heppinn ertu með veður í ferðalögum um Ísland? „Ætli tölfræðingurinn í mér verði ekki að álykta að ég sé bara einhversstaðar í miðjunni, 5.5? Maður hefur upplifað allt frá því að krakkarnir séu úti á nærbuxunum klukkan 23 í það að geta varla opnað bílhurðina í rokinu. Ég er þó nokkuð í að elta veðrið og í slæmum veðrum er bara kósý að spila borðspil uppi í bústað, svo ég get unað mér í öllum veðrum, þannig. Ég er samt tiltölulega óundirbúinn og kærulaus túristi og get yfirleitt sjálfum mér um kennt þegar ég lendi í bobba á ferðalögum. Dæmi um það er að við keyrðum á Yarisnum um verri veginn nærri Dettifossi í miðjum vegaframkvæmdum, versta ástand á vegi sem ég hef upplifað hingað til. Auðvitað sprakk á bílnum, enda Yarisnum ekki ætlað í torfæru, og enginn skiptilykill eða hvað það heitir í skottinu. Eftir langa bið í óbyggðunum komu þó blessunarlega japanskir ferðalangar og lánuðu okkur lykilinn sinn, sem við skiluðum svo ásamt konfekti og freyðivíni upp á hótel til þeirra um kvöldið, meyr og mjúk af þakklæti.“ Friðrik skrifar TO DO lista til að halda utan um skipulag og verkefni og skiptir þeim verkefnalista í þrennt: Það sem er mjög áríðandi og á hans könnu, það sem er í höndum annarra og hann að bíða eftir og loks það sem væri næs að hafa eða geta gert, sem oftast eru þá verkefni sem hann viðurkennir að komast sjaldan í.Vísir/Arnar Halldórsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Stafræn umbreyting! Eru ekki allir í því? Burt með allan pappír og öll þessi Excelskjöl, allt í BI, sítengingu og sjálfvirkni. Þó þetta sé mikil vinna til að byrja með þá er þetta fljótt að borga sig upp, sparar mikinn tíma í innslátt og greiningarvinnu og gefur stjórnendum betri upplýsingar, hraðar. Þannig eykst snerpan okkar, stjórnendur fá betri upplýsingar, taka þar af leiðandi betri ákvarðanir og búmm – blómstrandi bisniss.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Skrifa niður það sem þarf að gera? Í grunninn er TO DO listanum skipt í þrennt: A.S.A.P og boltinn hjá mér, boltinn annars staðar og ég í biðstöðu, og svo ‚nice to have‘, sem maður kemst nú sjaldnast í. Ég held þó að það sé bara jákvætt, það knýr mann líka til að forgansraða rétt og bæta skilvirknina á þessum takmarkaða tíma sem maður hefur. Ég vil hafa tempó, stuð og nóg að gera í vinnunni.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Fer ævinlega síðastur að sofa á heimilinu, en yfirleitt ekki mikið seinna en um miðnætti. Minn akkilesarhæll í þessu lífi er líklega kvöldmönsið, sem er ekki alltaf bara morgunkorn eða hrökkbrauð, ég á það til að elda heilu máltíðirnar þegar öll fjölskyldan er steinsofnuð: núðluréttur með rækjum, ommiletta með kjúklingi eða kjötsúpu. Þetta er mögulega ósiður sem er ekkert að hjálpa mér á morgnana, en mér finnst maturinn bragðast best í kvöldkyrrðinni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Hefur óeðlilega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum í barnasamfellur Snorri Másson, ritstjóri eigin fjölmiðils, segist hafa óeðlilega þörf fyrir því að strauja allt. Snorri nýtir tímann á morgnana til að strauja, enda sannfærðist hann um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu helst að líða frá því að fólk vaknar og þar til það drekkur fyrsta kaffibollann sinn. 8. júní 2024 10:00 „Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. 1. júní 2024 10:00 Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. 25. maí 2024 10:01 „Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01 „Í dag fæ ég næstum því bara hrós við matarborðið“ Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri hjá Katla Travel og formaður SAF finnst gaman að elda og elskar ítalska eldhúsið og að vinna með villibráð sem hann veiðir sjálfur. Pétur segir börnin sín betur kunna að meta matseldina hans nú en þegar þau voru yngri. 11. maí 2024 10:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hefur óeðlilega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum í barnasamfellur Snorri Másson, ritstjóri eigin fjölmiðils, segist hafa óeðlilega þörf fyrir því að strauja allt. Snorri nýtir tímann á morgnana til að strauja, enda sannfærðist hann um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu helst að líða frá því að fólk vaknar og þar til það drekkur fyrsta kaffibollann sinn. 8. júní 2024 10:00
„Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. 1. júní 2024 10:00
Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. 25. maí 2024 10:01
„Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01
„Í dag fæ ég næstum því bara hrós við matarborðið“ Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri hjá Katla Travel og formaður SAF finnst gaman að elda og elskar ítalska eldhúsið og að vinna með villibráð sem hann veiðir sjálfur. Pétur segir börnin sín betur kunna að meta matseldina hans nú en þegar þau voru yngri. 11. maí 2024 10:00