Þakklát fyrir spurningar íbúa og varpa nýju ljósi á framkvæmdir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2024 14:57 Til stendur að svæðið verði opið og geta því bæjarbúar nýtt sér slóða sem Carbfix mun útbúa til útivistar Carbfix/Vilhelm „Það er fullur skilningur að svona verkefni sem ekki hefur áður sést veki upp spurningar og áhyggjur og við erum bara mjög þakklátar að geta brugðist við og svarað þeim spurningum sem hafa vaknað.“ Þetta segja Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix, í samtali við Vísi um áhyggjur íbúa í Hafnarfirði vegna væntanlegra framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, steinsnar frá Völlunum. Tíu borteigar munu verða reistir á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík en þeir munu dæla koldíoxíð niður í bergið. Mótmælahópur sem telur nú um þúsund manns var stofnaður á Facebook fyrir þremur dögum þar sem bæjarbúar lýsa áhyggjum sínum vegna framkvæmdanna. Komi ekki til með að hafa áhrif á náttúruna Stærstu áhyggjur íbúa varða jarðskjálftavirkni á svæðinu og möguleg áhrif niðurdælingar á grunnvatn á svæðinu. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Vatnið sem Coda Terminal dælir niður á ekki á hættu að leita upp enda er það eðlisþyngra en það vatn sem er nú þegar á þessu dýpi. Spurð hvort að þessi aðferð geti haft einhver áhrif á grunnvatn og þar af leiðandi náttúruna eða dýralíf á yfirborðinu svarar Heiða því að það sé harla ólíklegt. „Þetta þýðir það að við erum að fóðra okkur frá fyrstu 300 metrunum. Við einangrum okkur frá berglögunum sem nemur fjórum Hallgrímskirkjuturnum áður en að okkar koldíoxíð og vatn fær að fara út í berggrunninn,“ segir Heiða sem ítrekar að vatnið sem Coda Terminal dæli niður leiti frekar niður á við heldur en upp á við. Þessi staðsetning henti best Á mótmælahópnum á Facebook er tekið fram að ekki sé mótmælt verkefninu í sjálfu sér heldur þeirri staðsetningu sem varð fyrir valinu. Að mati meðlima í hópnum er ekki nægileg reynsla af verkefnum af þessari stærðargráðu til að vita hvaða áhrif það muni hafa á umhverfið. Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda „Við skoðuðum fleiri staðsetningar og þessi staðsetning varð fyrir valinu því hún þótti henta best að mörgu leyti. Við erum bæði með jarðfræðilega aðstæður sem eru mjög hentugar fyrir verkefni að þessari gerð. Þetta er líka nálægt öðrum verkefnum sem við höfum verið að reka,“ segir Sandra. Heiða bendir á að stærstur hluti umrætts svæðis hafi nú þegar verið skipulagt sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi Hafnafjarðarbæjar. Hún ítrekar að það hafi skipt máli fyrir val Carbfix þar sem þau vildu sem allra minnst fara inn á óraskað náttúrusvæði. Hér fyrir neðan má berja augum myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd. Lítil sjónmengun vegna verkefnisins „Við lögðum áherslu á það að fara sem minnst inn á óraskað land og óraskað hraun. Þarna vestur frá er meira um menningarminjar og fornminjar. Svo okkur fannst heppilegast að halda okkur við þegar raskað land,“ segir Heiða. Spurð hvort að það verði einhver sjónmengun á svæðinu vegna nýrra mannvirkja Carbfix segir Heiða: „Þetta eru engin stórskala mannvirki Þetta eru svona lág mannvirki sem er mjög auðvelt að fella í landslag og þó að þetta virki voða flatt þarna þá eru þarna hólar og hæðir í hrauninu og það er auðvelt að fella þetta að landslagi. Það lætur ekki mikið yfir þessum mannvirkjum. Þessir borteigar verða með stjórnbyggingu og síðan verða átta niðurdælingarholur en við setjum þetta í liti sem eru í umhverfinu.“ Ljósmynd af fyrirhuguðum mannvirkjum á svæðinu.Aðsend Óveruleg hætta vegna jarðskjálfta Spurð hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af jarðskjálftavirkni á svæðinu og hvort jarðskjálftar geti ollið einhverjum vandkvæðum í framkvæmd svarar Sandra því neitandi og vísar í rannsóknarskýrslu Ísor um hættumat vegna jarðskjálfta á svæðinu. „Í stuttu máli þá er það mat þessar áhættugreiningar að hætta á skjálftavirkni á svæðinu sé óveruleg,“ segir hún og tekur fram að það sé lægsta einkunn sem gefin er í þessari vinnu og þýði að í raun sé lítil sem engin hætta. Hún tekur fram að lítil jarðskjálftavirkni sé á Straumsvíkur svæðinu sjálfu miðað við aðra staði á Reykjanesinu. Sandra og Heiða taka fram að dýptin sem dælt verður niður á er þannig að nánast engar líkur séu á að jarðskjálftar hafi áhrif á. Svæðið þegar skipulagt undir iðnað Sandra áréttar einnig að áhrif verkefnisins séu mun minni en frá öðrum iðnaði sem hefði getað komið sér fyrir á svæðinu og ítrekar að sjónmengun sé lítilsháttarleg frá borteigunum. „Við erum ekki að vinna með nein skaðleg efni og þurfum ekki að fara í meiriháttar framkvæmdir til að koma fyrir okkar mannvirkjum á svæðinu,“ segir Sandra og minnir á að starfsemi fyrirtækisins á svæðinu ljúki eftir 30 ár en þá verða öll mannvirki á svæðinu fjarlægð og landið tilbúið til landnotkunar. Aðsend Heiða tekur jafnframt fram að nýtt útivistarsvæði skapist í rauninni þegar að Coda Terminal hefur starfsemi sína. Ætla ekki að girða svæðið af „Við erum ekki að hugsa það þannig að við séum að girða okkar lóðir af sem eru á þessum opnu svæðum. Okkar vera á svæðinu opnar fyrir aukið aðgengi og fjölnýtingu á svæðinu. Þanni er hægt að nota okkar borteiga sem viðkomustaði. Vegna þess að við þurfum að leggja slóða að þessum borteigum að þá erum við í leiðinni að búa til leiðir fyrir fólk að fara um og við höfum engar áhyggjur af því að fólk fari þarna um þar sem lagnirnar liggja,“ segir hún. Sandra og Heiða taka þá fram að verkefnið muni skila miklum tekjum í þjóðarbúið og að sú mengun sem verður vegna framkvæmda á svæðinu og vegna sjóflutninga tankskipa með koldíoxíð til landsins sé aðeins brotabrot miðað við þá mengun sem verkefnið losar okkur við. Hafnarfjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Þetta segja Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, og Heiða Aðalsteinsdóttir, yfirmaður skipulags- og umhverfismála hjá Carbfix, í samtali við Vísi um áhyggjur íbúa í Hafnarfirði vegna væntanlegra framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, steinsnar frá Völlunum. Tíu borteigar munu verða reistir á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík en þeir munu dæla koldíoxíð niður í bergið. Mótmælahópur sem telur nú um þúsund manns var stofnaður á Facebook fyrir þremur dögum þar sem bæjarbúar lýsa áhyggjum sínum vegna framkvæmdanna. Komi ekki til með að hafa áhrif á náttúruna Stærstu áhyggjur íbúa varða jarðskjálftavirkni á svæðinu og möguleg áhrif niðurdælingar á grunnvatn á svæðinu. Aðferð Coda Terminal gengur út á það leysa koldíoxíð í vatni og dæla í berggrunninn á 350 til þúsund metra dýpi. Koldíoxíð er þá bundið í vatnsstraumnum neðanjarðar. Vatnið sem Coda Terminal dælir niður á ekki á hættu að leita upp enda er það eðlisþyngra en það vatn sem er nú þegar á þessu dýpi. Spurð hvort að þessi aðferð geti haft einhver áhrif á grunnvatn og þar af leiðandi náttúruna eða dýralíf á yfirborðinu svarar Heiða því að það sé harla ólíklegt. „Þetta þýðir það að við erum að fóðra okkur frá fyrstu 300 metrunum. Við einangrum okkur frá berglögunum sem nemur fjórum Hallgrímskirkjuturnum áður en að okkar koldíoxíð og vatn fær að fara út í berggrunninn,“ segir Heiða sem ítrekar að vatnið sem Coda Terminal dæli niður leiti frekar niður á við heldur en upp á við. Þessi staðsetning henti best Á mótmælahópnum á Facebook er tekið fram að ekki sé mótmælt verkefninu í sjálfu sér heldur þeirri staðsetningu sem varð fyrir valinu. Að mati meðlima í hópnum er ekki nægileg reynsla af verkefnum af þessari stærðargráðu til að vita hvaða áhrif það muni hafa á umhverfið. Ólga meðal íbúa vegna fyrirhugaðra framkvæmda „Við skoðuðum fleiri staðsetningar og þessi staðsetning varð fyrir valinu því hún þótti henta best að mörgu leyti. Við erum bæði með jarðfræðilega aðstæður sem eru mjög hentugar fyrir verkefni að þessari gerð. Þetta er líka nálægt öðrum verkefnum sem við höfum verið að reka,“ segir Sandra. Heiða bendir á að stærstur hluti umrætts svæðis hafi nú þegar verið skipulagt sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi Hafnafjarðarbæjar. Hún ítrekar að það hafi skipt máli fyrir val Carbfix þar sem þau vildu sem allra minnst fara inn á óraskað náttúrusvæði. Hér fyrir neðan má berja augum myndskeið sem sýnir hvernig verkefnið mun líta út þegar það er komið í framkvæmd. Lítil sjónmengun vegna verkefnisins „Við lögðum áherslu á það að fara sem minnst inn á óraskað land og óraskað hraun. Þarna vestur frá er meira um menningarminjar og fornminjar. Svo okkur fannst heppilegast að halda okkur við þegar raskað land,“ segir Heiða. Spurð hvort að það verði einhver sjónmengun á svæðinu vegna nýrra mannvirkja Carbfix segir Heiða: „Þetta eru engin stórskala mannvirki Þetta eru svona lág mannvirki sem er mjög auðvelt að fella í landslag og þó að þetta virki voða flatt þarna þá eru þarna hólar og hæðir í hrauninu og það er auðvelt að fella þetta að landslagi. Það lætur ekki mikið yfir þessum mannvirkjum. Þessir borteigar verða með stjórnbyggingu og síðan verða átta niðurdælingarholur en við setjum þetta í liti sem eru í umhverfinu.“ Ljósmynd af fyrirhuguðum mannvirkjum á svæðinu.Aðsend Óveruleg hætta vegna jarðskjálfta Spurð hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af jarðskjálftavirkni á svæðinu og hvort jarðskjálftar geti ollið einhverjum vandkvæðum í framkvæmd svarar Sandra því neitandi og vísar í rannsóknarskýrslu Ísor um hættumat vegna jarðskjálfta á svæðinu. „Í stuttu máli þá er það mat þessar áhættugreiningar að hætta á skjálftavirkni á svæðinu sé óveruleg,“ segir hún og tekur fram að það sé lægsta einkunn sem gefin er í þessari vinnu og þýði að í raun sé lítil sem engin hætta. Hún tekur fram að lítil jarðskjálftavirkni sé á Straumsvíkur svæðinu sjálfu miðað við aðra staði á Reykjanesinu. Sandra og Heiða taka fram að dýptin sem dælt verður niður á er þannig að nánast engar líkur séu á að jarðskjálftar hafi áhrif á. Svæðið þegar skipulagt undir iðnað Sandra áréttar einnig að áhrif verkefnisins séu mun minni en frá öðrum iðnaði sem hefði getað komið sér fyrir á svæðinu og ítrekar að sjónmengun sé lítilsháttarleg frá borteigunum. „Við erum ekki að vinna með nein skaðleg efni og þurfum ekki að fara í meiriháttar framkvæmdir til að koma fyrir okkar mannvirkjum á svæðinu,“ segir Sandra og minnir á að starfsemi fyrirtækisins á svæðinu ljúki eftir 30 ár en þá verða öll mannvirki á svæðinu fjarlægð og landið tilbúið til landnotkunar. Aðsend Heiða tekur jafnframt fram að nýtt útivistarsvæði skapist í rauninni þegar að Coda Terminal hefur starfsemi sína. Ætla ekki að girða svæðið af „Við erum ekki að hugsa það þannig að við séum að girða okkar lóðir af sem eru á þessum opnu svæðum. Okkar vera á svæðinu opnar fyrir aukið aðgengi og fjölnýtingu á svæðinu. Þanni er hægt að nota okkar borteiga sem viðkomustaði. Vegna þess að við þurfum að leggja slóða að þessum borteigum að þá erum við í leiðinni að búa til leiðir fyrir fólk að fara um og við höfum engar áhyggjur af því að fólk fari þarna um þar sem lagnirnar liggja,“ segir hún. Sandra og Heiða taka þá fram að verkefnið muni skila miklum tekjum í þjóðarbúið og að sú mengun sem verður vegna framkvæmda á svæðinu og vegna sjóflutninga tankskipa með koldíoxíð til landsins sé aðeins brotabrot miðað við þá mengun sem verkefnið losar okkur við.
Hafnarfjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira