Golf

Sýking í litlu tá heldur Jon Rahm frá keppni á opna banda­ríska

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jon Rahm er spænskur LIV kylfingur og þurfti að hætta í miðju móti um helgina.
Jon Rahm er spænskur LIV kylfingur og þurfti að hætta í miðju móti um helgina. getty/fotojet

Áttundi efsti kylfingur heimslistans, Jon Rahm, hefur dregið sig frá keppni á opna bandaríska meistaramótinu í golfi.

Rahm þurfti að draga sig frá keppni á miðju LIV móti um helgina vegna sýkingar í vinstri fæti. 

Hann mætti á blaðamannafund í kjölfarið í einum skó og einum inniskó.

Hann sagði að sýkingin væri að láta undan og vonaðist þá til að ná sér fyrir opna bandaríska sem fer fram um helgina á Pinehurst vellinum í Norður-Karólínu fylki.

Svo verður ekki og Rahm upplýsti aðdáendur sína á samfélagsmiðlum í kvöld.

„Eftir að hafa ráðfært mig við fjölda lækna og liðsmanna minna hef ég ákveðið að fyrir mína heilsu yrði best að ég drægi mig úr keppni þessa helgina á opna bandaríska… Vonandi get ég snúið aftur fyrr en síðar!“ sagði Rahm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×