Biðla til stjórnvalda að klára málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júní 2024 19:00 Þær Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, Brynja Skúladóttir og Kolbrún Þorsteinsdóttir biðla til stjórnvalda að gangast við mistökum sem hafi verið gerð á vistheimili sem þær og aðrar konur dvöldu á sem unglingar. Vísir/Rúnar Konur segja stjórnvöld hafa sýnt þeim algjört tómlæti í næstum tvö ár þrátt fyrir að opinber greinargerð sýni að þær voru beittar alvarlegu ofbeldi á meðferðarstofnun sem unglingar. Þær segja að vistin þar hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra glími enn við afleiðingarnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Fjölmargar konur hafa stigið fram síðustu ár í fjölmiðlum og í þáttaröðinni Vistheimilin á Stöð 2 og lýst hvernig stjórnendur á meðferðarheimili á Varpholti síðar Laugalandi hafi beitt alvarlegu ofbeldi meðan þær voru þar sem unglingar. Í fréttum okkar hefur svo komið fram að formgalli hafi verið á opinberri greinargerð sem gerð var um heimilið þar sem ofbeldinu er lýst, barnamálaráðherra hafi ekki mátt láta Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála gera hana sem hafi svo ekki mátt birta hana. Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála hefur hins vegar sagt að það séu almannahagsmunir að slík greinargerð sé gerð opinber. Stjórnvalda að taka á klúðrinu Konur sem voru á viðkomandi heimili sem unglingar segja þetta bætast ofan á röð vonbrigða í málsmeðferðinni. „Við treystum stjórnvöldum og þessari stofnun til að fara rétt með málið. Mér finnst þetta algjört klúður. Það eru algjör undirstöðuatriði sem klúðraðist í þessari málsmeðferð,“ segir Brynja Skúladóttir sem var vistuð 14-16 ára á heimilinu á árunum 1998-2000. Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík var vistuð á heimilinu þegar hún var fjórtán ára á árunum 2004-2005. Hún lýsir yfir miklum vonbrigðum með málsmeðferðina en biðlar til stjórnvalda að klára málið. „Það eina í stöðunni núna er að takast á við þetta klúður sem hefur átt sér stað af hálfu ríkisstjórnarinnar og þeirra sem hafa komið að rannsókninni. Það þarf að setja málið í flýtimeðferð og klára það. Við getum ekki beðið endalaust af því opinberir aðilar gerðu einhverja formgalla,“ segir Teresa. Teresa segir að svo mörg mistök hafi verið gerð af hálfu opinberra aðila í málinu. Fyrstu kvartanirnar um heimilið koma þarna hjá Umboðsmanni árið 2001. Ef það hefði verið hlustað á það þá hefði ég aldrei farið þarna. Þá væri skaðinn ekki skeður. Opinberir aðilar klúðruðu þessu máli algjörlega. Vistin hafi skilið eftir sig djúp sár Þær segja að vistin á Laugalandi og Varpholti hafi skilið eftir djúp sár og margar þeirra sem þar dvöldu glími enn við afleiðingar vistarinnar. Stjórnvöld þurfi að viðurkenna mistökin og bera ábyrgð. „Stjórnvöld þurfa að gangast við því að hafa gert mistök og greiða þann miska sem við urðum fyrir. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri á að fá sálfræðitíma greidda síðan málið komst í opinbera umræðu,“ segir Brynja. Kolbrún Þorsteinsdóttir sem var vistuð þegar hún var 15-16 ára á heimilinu á árunum 1999-2001 segir að afar erfitt hafi verið að koma fram í fjölmiðlum og segja frá þeirri sáru reynslu sem hún hafi orðið fyrir. Hún hafi hins vegar gert það til að ná fram réttlæti komi fram í málinu Þá hafi málsmeðferð stjórnvalda líka tekið á. Þetta er bara búið að reyna gríðarlega á og ég veit að það er búið að gera það fyrir margar okkar,“ segir Kolbrún.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira