Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 06:35 Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Aðstoðar lögreglu var óskað í gær vegna hótana og eineltis. Málið varðar tvo einstaklinga sem báðir eru á unglingsaldri og er málið rannsakað í samvinnu við barnavernd. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Lögregla var einnig kölluð til vegna konu sem var búin að koma sér fyrir inni í geymslurými á veitingastað. Konan reyndist heimilislaus en gekk leiðar sinnar þegar lögreglu bar að. Lögreglu barst einnit tilkynning um par sem var búið að koma sér fyrir í anddyri fjölbýlishús en þau voru á brott þegar lögregla kom á vettvang. Lögregla hefur til rannsóknar þjófnað á hóteli og atvik þar sem ökumaður var sagður hafa verið ógnandi í hegðun eftir að hafa ekið utan í aðra bifreið. Lét hann sig hverfa í kjölfarið. Slökkvilið var kallað til þegar eldur í ruslafötu við leikskóla var farinn að dreifa sér í nærliggjandi grindverk. Eldurinn var slökktur en tjón varð á grindverkinu og ruslafötunni. Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, ýmist vegna hraðaksturs, aksturs undir áhrifum eða aksturs án ökuréttinda. Þá var aðstoðar lögreglu óskað vegna öskurs á heimili í borginni en þegar komið var á vettvang reyndist um að ræða húsráðanda sem var að horfa á fótbolta og hvatti lið sitt áfram þannig að heyrðist í næstu íbúðir. Lögreglumál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Lögregla var einnig kölluð til vegna konu sem var búin að koma sér fyrir inni í geymslurými á veitingastað. Konan reyndist heimilislaus en gekk leiðar sinnar þegar lögreglu bar að. Lögreglu barst einnit tilkynning um par sem var búið að koma sér fyrir í anddyri fjölbýlishús en þau voru á brott þegar lögregla kom á vettvang. Lögregla hefur til rannsóknar þjófnað á hóteli og atvik þar sem ökumaður var sagður hafa verið ógnandi í hegðun eftir að hafa ekið utan í aðra bifreið. Lét hann sig hverfa í kjölfarið. Slökkvilið var kallað til þegar eldur í ruslafötu við leikskóla var farinn að dreifa sér í nærliggjandi grindverk. Eldurinn var slökktur en tjón varð á grindverkinu og ruslafötunni. Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, ýmist vegna hraðaksturs, aksturs undir áhrifum eða aksturs án ökuréttinda. Þá var aðstoðar lögreglu óskað vegna öskurs á heimili í borginni en þegar komið var á vettvang reyndist um að ræða húsráðanda sem var að horfa á fótbolta og hvatti lið sitt áfram þannig að heyrðist í næstu íbúðir.
Lögreglumál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira