Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. janúar 2025 20:02 Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Vísir/Einar Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Lögmaður samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir mótmælin ólögmæt. Möguleg bótaskylda Eflingar sé til skoðunar. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað. Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að telji Efling sig fara með umboð starfsfólks sem er ekki á samningi Eflingar verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. „En það verður ekki leyst úr deilum með því að standa hrópandi fyrir utan veitingastaði og reyna að fæla fólk frá viðskiptum,“ segir hann. Lögregla kölluð til Forsvarsmenn Eflingar stóðu að mótmælunum við inngang Finnsson Bistro í dag og var það vegna tengsla staðarins við félagið Virðingu sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til og lauk mótmælafundinum skömmu síðar. SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Sigurður segir friðarskyldu á meðan kjarasamningar eru í gildi og því þurfi Efling að bera ágreininginn undir dómstóla eins og aðrir. Aðspurður segir hann ástæðuna fyrir því að Efling hafi ekki farið þá leið vera einfalda. „Vegna þess að formaður Eflingar er afskaplega baráttuglaður einstaklingur sem hefur gaman af að ferðast með gjallarhorn í gulu vesti og hrópa.“ Bótaskylda skoðuð Sigurður segir mögulega bótaskyldu Eflingar vera til skoðunar. „Veitingamenn komu ekkert að stofnun Virðingar og eiga enga aðild að því. Þessi málflutningur formanns Eflingar og annarra starfsmanna Eflingar sem hafa tjáð sig um SVEIT og Virðingu í fjölmiðlum, sagt einstaklinga vera að ljúga og svíkja, það er málflutningur sem er ekki svara verður,“ segir hann. „Við ræddum það auðvitað að þegar okkur fóru að berast spurnir af því að Efling ætlaði að standa fyrir truflun á starfsemi lögmætra félaga að þá þyrfti auðvitað að skoða það hvort einstaka veitingamenn eða þeir staðir sem yrðu fyrir truflunum ættu rétt á bótum úr hendi þessa fólks,“ segir Sigurður. Hann segir engar aðgerðir standa til að svo stöddu en að ef hægt verði að sýna fram á tjón eða fá viðurkenningu fyrir bótaskyldu verði það skoðað.
Kjaramál Kringlan Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira