85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júní 2024 20:04 Magnús Þorfinnsson, heklumeistari á Klausturhólum, alltaf kallaður Magnús í Hæðargarði situr meira og minna við eitthvað alla daga og heklar og heklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins. Á morgnanna eru sérstakar handavinnustundir í virknistofu heimilisins þar sem fólkið kemur saman og vinnur að sínum hugðarefnum. Þar vekur Magnús Þorfinnsson frá Hæðargarði hvað mesta athygli því hann er alltaf með heklunálina að hekla. Ertu búin að vera lengi að þessu? „Já, ég hef oft gripið í þetta, ég er búin að vera lengi en það er misjafnt náttúrulega. Ég er mjög stoltur af þessu, sem ég er að gera enda mjög skemmtilegt,” segir Magnús. Það sem Magnús heklar er ótrúlega fallegt og vel gert hjá honum, enda margir sem vilja eignast handverk eftir hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er reyndar ekki mjög mikið fyrir það að tala, hann vill frekar láta verkin tala með heklunálinni. En umsjónarkona Virknistofunar hrósar Magnúsi í hástert. „Hann er algjör snillingur, gerir allt sem ég segi, nei, hann er mjög meðfærilegur hann Magnús og þægilegur í umgengni, sómamaður hann Magnús,” segir Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir. Og hann er mjög samviskusamur eða hvað? „Mjög, hann vill ekki láta fara frá sér neitt sem er ekki rétt og vel gert. Hann rekur upp með ánægju ef hann hefur gert eitthvað skakkt. Ég veit ekki um neinn karlmann, sem að heklar,” segir Kristín og bætir við. „Magnús annar ekki eftirspurn, það er alltaf eitthvað í pöntun hjá honum enn það er best að hafa samband við okkur beint hér á Klausturhólum vilji fólk kaupa handverkið hans.” Kristín Sigríður Ásgeirsdóttir, umsjónarkona Virknistofunnar á Klausturhólum með peysu, sem Magnús heklaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Klausturhólar er huggulegt dvalarheimili þar sem um tuttugu heimilismenn búa við gott atlæti og góða þjónustu frá starfsfólki heimilisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um Klausturhóla
Skaftárhreppur Handverk Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Prjónaskapur Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira