Innlent

Skemmdar­verk unnin á lög­reglu­bílum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hér má sjá skemmdir á einni rúðu.
Hér má sjá skemmdir á einni rúðu. Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum um skemmdarverk sem hafa verið unnin á lögreglubílum.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að undanfarnar nætur hafi þessi skemmdarverk verið unnin á bílunum sem var lagt í bílastæði á milli verkefna, nánar tiltekið aftan við Brekkustíg 39 þar sem þjónustuver lögreglunnar er í Reykjanesbæ.

Fram kemur að hliðarrúður á þremur bílum hafi verið brotnar, en með tilkynningunni má sjá myndir af þessum brotnu rúðum.

„Ef einhver hefur upplýsingar um málið þá má hinn sami endilega vera í sambandi við okkur,“ segir í tilkynningunni.

Bílunum var lagt við þjónustumiðstöð lögreglunnar í Reykjanesbæ.Lögreglan á Suðurnesjum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×