Fótbolti

„Þreytu­leg mis­tök og fáum þrjú mörk á okkur í seinni“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson ver skot frá Cody Gakpo í leik kvöldsins.
Hákon Rafn Valdimarsson ver skot frá Cody Gakpo í leik kvöldsins. ANP via Getty Images

Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það ekki góða tilfinningu að þurfa að sækja boltann fjórum sinnum í eigið net í einum og sama leiknum.

„Já, það er það. Það er ekki skemmtilegt, en við tökum bara það sem við getum tekið út úr þessum leik og áfram gakk,“ sagði Hákon í leikslok.

„Fyrri hálfleikur var bara flottur. Við áttum kannski ekki skot, en mér fannst þetta frekar þægilegt í fyrri hálfleik. Þeir eiga þetta mark en síðan fannst mér þeir ekkert mjög hættulegir. Í seinni hálfleik verða menn svo bara smá þreyttir og við missum boltann á óþarfa stöðum. Svona þreytuleg mistök og fáum þrjú mörk á okkur í seinni.“

Hákon segir Englandsleikinn síðastliðinn föstudag hafa setið í mönnum.

„Þeir engu einn aukadag miðað við okkur í hvíld. Þeir gera fleiri breytingar á liðinu en við og það kannski sást aðeins í seinni hálfleik.“

Hann segir liðið þó geta tekið margt jákvætt með sér eftir leikina tvo.

„Mér finnst við geta tekið fullt út úr þessum glugga. Mér fannst við mjög flottir á boltann á móti þessum góðu liðum. Varnarlega var Englandsleikurinn og fyrri hálfleikurinn góður. Við getum tekið allt það með okkur.“

Klippa: Hákon Rafn eftir leikinn gegn Hollandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×