Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2024 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson er fullur einbeitingar fyrir leik kvöldsins. Vísir/Stöð 2 Sport Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. Íslenska liðið vann frækinn 0-1 sigur gegn Englendingum síðastliðinn föstudag í síðasta leik enska liðsins fyrir EM, en Jóhann segir að íslensku strákarnir hafi verið fljótir að koma sér niður á jörðina eftir þann sigur. „Auðvitað frábær leikur á föstudaginn, en svo þarf bara að einbeita sér strax að næsta leik sem er á morgun [í dag]. Annar erfiður leikur og líka stutt á milli leikja, sem er erfitt,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingasvæðinu í Hollandi í gær. „Við erum bara búnir að vera að koma okkur í gang í dag og í gær og vonandi getum við bara gert svipað og á föstudaginn.“ Sigurinn gefi liðinu mikið sjálfstraust Hann segir eðlilegt að liðið mæti með mikið sjálfstraust í leik dagsins eftir sigurinn gegn Englendingum. „Algjörlega. Ef þú færð ekki sjálfstraust úr svona leikjum þá held ég að það sé erfitt að næla sér í eitthvað sjálfstraust.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leikinn gegn Hollendingum „Auðvitað gerum við það og reynum svo bara að halda áfram okkar plani og því sem við erum að reyna að byggja á eins og ég hef verið að tala um í undanförnum viðtölum. Þetta er byrjunin á einhverju tímabili hjá okkur og fyrsti leikurinn var frábær. Svo er það bara að ná í aðra eins frammistöðu í leiknum gegn Hollendingum.“ Hann segir þó að leikmenn liðsins séu ekkert að missa sig í gleðinni þrátt fyrir sigurinn gegn Englendingum. „Eins og ég sagði þá eru þetta æfingaleikir og við megum ekki fara of hátt upp í leikjum eins og þessum. Svo er líka stutt á milli leikja eins og ég segi þannig það þarf að passa sig hversu hátt maður fer í þessu öllu saman.“ „Þetta verður auðvitað gríðarlega erfiður leikur. Fullur völlur hér og þeir að kveðja Hollendingana sem eru að fara á EM. Þannig að það væri bara tilvalið að eyðileggja annað partý,“ sagði Jóhann sposkur að lokum. Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Íslenska liðið vann frækinn 0-1 sigur gegn Englendingum síðastliðinn föstudag í síðasta leik enska liðsins fyrir EM, en Jóhann segir að íslensku strákarnir hafi verið fljótir að koma sér niður á jörðina eftir þann sigur. „Auðvitað frábær leikur á föstudaginn, en svo þarf bara að einbeita sér strax að næsta leik sem er á morgun [í dag]. Annar erfiður leikur og líka stutt á milli leikja, sem er erfitt,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingasvæðinu í Hollandi í gær. „Við erum bara búnir að vera að koma okkur í gang í dag og í gær og vonandi getum við bara gert svipað og á föstudaginn.“ Sigurinn gefi liðinu mikið sjálfstraust Hann segir eðlilegt að liðið mæti með mikið sjálfstraust í leik dagsins eftir sigurinn gegn Englendingum. „Algjörlega. Ef þú færð ekki sjálfstraust úr svona leikjum þá held ég að það sé erfitt að næla sér í eitthvað sjálfstraust.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leikinn gegn Hollendingum „Auðvitað gerum við það og reynum svo bara að halda áfram okkar plani og því sem við erum að reyna að byggja á eins og ég hef verið að tala um í undanförnum viðtölum. Þetta er byrjunin á einhverju tímabili hjá okkur og fyrsti leikurinn var frábær. Svo er það bara að ná í aðra eins frammistöðu í leiknum gegn Hollendingum.“ Hann segir þó að leikmenn liðsins séu ekkert að missa sig í gleðinni þrátt fyrir sigurinn gegn Englendingum. „Eins og ég sagði þá eru þetta æfingaleikir og við megum ekki fara of hátt upp í leikjum eins og þessum. Svo er líka stutt á milli leikja eins og ég segi þannig það þarf að passa sig hversu hátt maður fer í þessu öllu saman.“ „Þetta verður auðvitað gríðarlega erfiður leikur. Fullur völlur hér og þeir að kveðja Hollendingana sem eru að fara á EM. Þannig að það væri bara tilvalið að eyðileggja annað partý,“ sagði Jóhann sposkur að lokum. Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira