Benny Gantz hættur í þjóðstjórn Netanjahús Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 18:14 Benny Gantz er hættur í stjórn Netanjahús. Tasos Katopodis/Getty Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús. Þjóðareiningarbandalagið var eini miðjuflokkurinn í þjóðstjórninni, sem var mynduð skömmu eftir árásir Hamas þann 7. október og upphaf átakanna sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs. Gaf Netanjahú frest til gærdagsins Gantz hafði hótað því að segja sig úr þjóðstjórninni ef Netanjahú hefði ekki tilkynnt áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Hann gaf forsætisráðherranum frest til 8. júní en samkvæmt frétt Reuters ákvað hann að fresta afsögninni um einn dag í ljósi björgunar gíslanna fjögurra í gær. „Netanjahú kemur í veg fyrir að við færumst nær sönnum sigri í stríðinu. Þess vegna yfirgefum við þjóðsstjórnina í dag, með trega en af festu,“ sagði Gantz á blaðamannafundi síðdegis. Ekki rétti tíminn til að hætta Á blaðamannafundinum hvatti Gantz Netanjahú til þess að boða til kosninga. Stjórn Netanjahús fer enn með meirihluta á ísraelska þinginu, Knesset, 64 sæti af 120. Því er meirihluti hans ekki í hættu en hann mun nú þurfa að reiða sig enn meira á samstarfsflokkana, sem eru lengra til hægri á hinum pólitíska ás en Likud-flokkur hans. Netanjahú hefur brugðist við afsögn Gantz á samfélagsmiðlinum X. „Nú er ekki rétti tíminn til þess að yfirgefa bardagann, nú er tíminn til að snúa bökum saman,“ segir hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þjóðareiningarbandalagið var eini miðjuflokkurinn í þjóðstjórninni, sem var mynduð skömmu eftir árásir Hamas þann 7. október og upphaf átakanna sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafs. Gaf Netanjahú frest til gærdagsins Gantz hafði hótað því að segja sig úr þjóðstjórninni ef Netanjahú hefði ekki tilkynnt áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Hann gaf forsætisráðherranum frest til 8. júní en samkvæmt frétt Reuters ákvað hann að fresta afsögninni um einn dag í ljósi björgunar gíslanna fjögurra í gær. „Netanjahú kemur í veg fyrir að við færumst nær sönnum sigri í stríðinu. Þess vegna yfirgefum við þjóðsstjórnina í dag, með trega en af festu,“ sagði Gantz á blaðamannafundi síðdegis. Ekki rétti tíminn til að hætta Á blaðamannafundinum hvatti Gantz Netanjahú til þess að boða til kosninga. Stjórn Netanjahús fer enn með meirihluta á ísraelska þinginu, Knesset, 64 sæti af 120. Því er meirihluti hans ekki í hættu en hann mun nú þurfa að reiða sig enn meira á samstarfsflokkana, sem eru lengra til hægri á hinum pólitíska ás en Likud-flokkur hans. Netanjahú hefur brugðist við afsögn Gantz á samfélagsmiðlinum X. „Nú er ekki rétti tíminn til þess að yfirgefa bardagann, nú er tíminn til að snúa bökum saman,“ segir hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21 Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um þjóðstjórn Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn. 11. október 2023 14:21
Netanyahu fastur milli steins og sleggju Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. 3. júní 2024 07:18