Fótbolti

Úr­slitin á Wembley komu Koeman á óvart: „Þeir verðskulduðu sigurinn“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ronald Koeman djúpt hugsi fyrir leikinn við Ísland.
Ronald Koeman djúpt hugsi fyrir leikinn við Ísland. Vísir/Ívar

Ronald Koeman, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir sína menn klára í slaginn fyrir leik morgundagsins við Ísland. Hann hrósar íslenska liðinu fyrir góða frammistöðu á Wembley.

Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam

„Okkur líður vel, örugglega svipað og hjá íslenska liðinu eftir sigur á Englandi. Það voru frábær úrslit fyrir þá sem mun gefa þeim sjálfstraust,“ segir Koeman í samtali við Stöð 2 Sport.

Klippa: Ronald Koeman hrósar íslenska liðinu

En komu Íslendingar Koeman á óvart með þessum sigri?

„Úrslitin komu dálítið á óvart, að sjálfsögðu. Venjulega er England sterkt heima fyrir. Þeir verðskulduðu sigurinn. Þeir spiluðu vel og vörðust vel. Við höfum greint það og reynum að undirbúa okkur til að skapa meira en þeir ensku gerðu,“ segir Koeman.

Ísland hafi gert sérstaklega vel að loka á sóknarleik Englendinga.

„Mér fannst þeir verjast vel með tveimur fjögurra manna línum. Þeir lokuðu á bil og plássin og þá er alltaf erfitt fyrir andstæðinginn að skapa hluti,“ segir Koeman.

Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.

Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Van Dijk og félagar mættu á hjóli á æfingu

Karlalandslið Hollands í fótbolta undirbýr sig yfir leik við Ísland í Rotterdam annað kvöld og æfði saman í morgun. Það var létt stemning yfir hollenska hópnum.

Daníel Leó ekki með á æfingu landsliðsins

Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson var ekki með íslenska landsliðinu á æfingu á De Kuip vellinum í Rotterdam í dag. Hann varð fyrir hnjaski í sigrinum á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×