Sport

Komust ekki á­fram í sleggjukastinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppti á EM í morgun.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppti á EM í morgun. TEXAS STATE

Sleggjukastararnir Elísa­bet Rut Rún­ars­dótt­ir og Guðrún Karítas Hall­gríms­dótt­ir komust ekki í úrslit á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í dag.

Þrjátíu tóku þátt í forkeppninni en af þeim fóru tólf í úrslit. Elísabet og Guðrún voru ekki þar á meðal. Elísabet endaði í 15. sæti en Guðrún í því sautjánda.

Eina gilda kast Elísabetar var 68,02 metrar en Guðrún kastaði lengst 67,57 metra.

Á fimmtudaginn bætti Elísabet Íslandsmet sitt í sleggjukasti á bandaríska háskólameistaramótinu í Eugene í Oregon. Hún kastaði þá 70,47 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×