Sport

Daníel þremur sentí­metrum frá því að komast í úr­slit á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Ingi Egilsson hefur stokkið vel að undanförnu.
Daníel Ingi Egilsson hefur stokkið vel að undanförnu. vísir/einar

Langstökkvarinn Daníel Ingi Egilsson var hársbreidd frá því að komast í úrslit á EM í frjálsum íþróttum, hans fyrsta stórmóti á ferlinum.

Daníel hefur verið í miklum ham að undanförnu og í síðasta mánuði stórbætti hann þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki á Norðurlandamótinu.

Með því stökki tryggði Daníel sér þátttökurétt á EM sem hófst í Róm í dag. Hann byrjaði á því að stökkva 7,61 metra, svo 7,92 metra og loks 7,63 metra.

Daníel endaði í 14. sæti en tólf efstu komust í úrslit. Hann var ekki langt frá því að komast þangað, eða einungis þremur sentímetrum, en sá sem var tólfti inn í úrslit stökk 7,95 metra.

Sem fyrr sagði er Íslandsmet Daníels 8,21 metri. Aðeins Simon Ehammer frá Sviss stökk lengra í undanúrslitunum, eða 8,41 metra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×