Sport

Guðni Valur og Erna Sól­ey riðu á vaðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðni Valur Guðnason keppti á EM í morgun.
Guðni Valur Guðnason keppti á EM í morgun. vísir/snædís

Guðni Valur Guðnason og Erna Sóley Gunnarsdóttir kepptu fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Róm í dag.

Guðni Valur keppti í kringlukasti og var eitt af þremur köstum hans gilt. Það var 59,15 metra langt.

Hann var í 12. sæti af fimmtán keppendum í fyrri undanriðlinum og möguleikar hans á að komast í úrslit eru afar takmarkaðir. Tólf efstu úr riðlunum komast í úrslit.

Erna Sóley keppti í kúluvarpi og endaði í 19. sæti af 25 keppendum. Tólf komust áfram í úrslit.

Erna Sóley kastaði lengst 16,26 metra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×