Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 07:01 Stuðningsmenn Englands eru ósvífnir og ganga oft ansi nærri andstæðingum sínum. Lögreglan í Þýskalandi mun hins vegar ekki lýða nasistahyllingar. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. Stuðningsmenn Englands heyrðust syngja lag um „10 þýska sprenjuvarga“ í vináttuleik gegn Bosníu á dögunum. Lagið er sungið í takt við stefið í 10 Green Bottles og texta þess breytt. And the RAF from England… 🏴 pic.twitter.com/FkuXLqw7EK— England Football Fans (@EnglidsAway) June 3, 2024 Fyrsti leikur Englands á EM verður gegn Serbíu í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Lögreglustjórinn þar sagði í samtali við Telegraph: „Vinsamlegast bara ekki vera fávitar. Ef þeir syngja svona lög get ég svosem ekkert gert í því. Það er ekki ólöglegt. Ég veit að það er langvarandi íþróttarígur milli Þýskalands og Englands en ég vil minna á að hann nær nú einungis yfir íþróttir. Við höfum verið í hernaðarbandalagi í meira en sjö áratugi.“ Þá varaði hann stuðningsmenn sérstaklega við nasistakveðjunni þegar hönd er sett á loft og Hitler hylltur. „Það er algjörlega ólýðandi og óþolandi. Við munum segja þeim að það er með öllu ólöglegt í Þýskalandi.“ Þýska lögreglan mun því handtaka alla sem hylla nasista, enska knattspyrnusambandið hefur sömuleiðis sagt að allir sem syngi lagið um 10 þýska sprengjuvarga verði bannaðir frá leikjum liðsins. Þær reglur setti sambandið eftir að lagið var ítrekað sungið í vináttuleik þjóðanna árið 2017. Ekki er þó vitað til þess að því hafi verið framfylgt síðan og enginn af stuðningsmönnum í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur verið bannaður enn. EM 2024 í Þýskalandi England Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Stuðningsmenn Englands heyrðust syngja lag um „10 þýska sprenjuvarga“ í vináttuleik gegn Bosníu á dögunum. Lagið er sungið í takt við stefið í 10 Green Bottles og texta þess breytt. And the RAF from England… 🏴 pic.twitter.com/FkuXLqw7EK— England Football Fans (@EnglidsAway) June 3, 2024 Fyrsti leikur Englands á EM verður gegn Serbíu í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Lögreglustjórinn þar sagði í samtali við Telegraph: „Vinsamlegast bara ekki vera fávitar. Ef þeir syngja svona lög get ég svosem ekkert gert í því. Það er ekki ólöglegt. Ég veit að það er langvarandi íþróttarígur milli Þýskalands og Englands en ég vil minna á að hann nær nú einungis yfir íþróttir. Við höfum verið í hernaðarbandalagi í meira en sjö áratugi.“ Þá varaði hann stuðningsmenn sérstaklega við nasistakveðjunni þegar hönd er sett á loft og Hitler hylltur. „Það er algjörlega ólýðandi og óþolandi. Við munum segja þeim að það er með öllu ólöglegt í Þýskalandi.“ Þýska lögreglan mun því handtaka alla sem hylla nasista, enska knattspyrnusambandið hefur sömuleiðis sagt að allir sem syngi lagið um 10 þýska sprengjuvarga verði bannaðir frá leikjum liðsins. Þær reglur setti sambandið eftir að lagið var ítrekað sungið í vináttuleik þjóðanna árið 2017. Ekki er þó vitað til þess að því hafi verið framfylgt síðan og enginn af stuðningsmönnum í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur verið bannaður enn.
EM 2024 í Þýskalandi England Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira