Sport

Hálf­átt­ræður for­sætis­ráð­herra Fídjí vann brons í kúlu­varpi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sitiveni Rabuka með bronsmedalíuna sína.
Sitiveni Rabuka með bronsmedalíuna sína.

Forsætisráðherra Fídjí, Sitiveni Rabuka, vann til bronsverðlauna í kúluvarpi á Eyjaálfuleikunum. Hann er 75 ára.

Rabuka keppti í aldursflokki 65 ára og eldri og endaði í 3. sæti með kasti upp á 7,09 metra. Ekki amalegt hjá hálfáttræðum manni. Hann keppti einnig í kringlukasti en varð að gera sér 4. sætið að góðu þar.

„Jafnvel þótt ég sé 75 ára vonast ég til að hvetja yngri kynslóðina til að vera í góðu formi og iðka heilbrigðan lífsstíl,“ skrifaði Rabuka á Facebook.

Rabuka er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að keppa á íþróttamótum. Hann tók meðal annars þátt á Samveldisleikunum 1974 og spilaði rúbbí fyrir landslið Fídjí.

Rabuka var fyrst forsætisráðherra Fídjí á árunum 1992-99 en var svo kjörinn aftur í embættið í árslok 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×