Lífið

Sumarlegir og dísætir jarðaberjapinnar að hætti Kristu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
María Krista er þekkt fyrir gómsætar uppskriftir og girnilega ketó rétti.
María Krista er þekkt fyrir gómsætar uppskriftir og girnilega ketó rétti.

María Krista Heiðarsdóttir, jafnan þekkt sem Krista ketó, deildi einfaldri og dísætri uppskrift á Instagram að sumarlegum jarðaberja-jógúrtpinnum sem hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarið. 

María Krista er þekkt fyrir gómsætar uppskriftir og girnilega ketó rétti sem slegið hafa í gegn hjá landanum.

Jarðaberja jógúrtpinnar

Hráefni:

Ein askja af íslenskum jarðaberjum

3 -4 kúfaðar msk grískjógúrt, einnig hægt að nota kókosjógúrt.

2-3 msk af jarðaberjadufti 

1 plata af dökku súkkulaði

1 tsk kókosolía

Jarðaberjakurl til að skreyta

Aðferð:

Skerið jarðaberin í litla bita.

Hrærið jarðaberjaduftinu saman við jógúrtið.

Bætið jarðaberjunum út í.

Setjið góðar doppur af blöndunni á smjörpappír.

Stingið pinna eða teskeið í hverja doppu og frystið.

Bræðið súkkulaðið og kókosolíuna saman oog dýfið pinnunum ofan í að hluta. 

Stráið nokkrum frostþurrkuðum jarðaberjum yfir og frystið aftur í nokkrar mín.

„Geggjaður desert, pinni fyrir börnin eða bara nammi namm fyrir þig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×