Eftirréttir

Fréttamynd

Hrylli­legar og góm­sætar upp­skriftir fyrir hrekkjavökuna

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, er farin að telja niður dagana í hrekkjavökuna, sem fer fram þann 31. október næstkomandi. Í tilefni hátíðarinnar deildi hún tveimur hryllilega gómsætum uppskriftum með fylgjendum sínum á Instagram sem eru fullkomnar í hrekkjavökuboðið.

Lífið
Fréttamynd

Geggjað heima­til­búið „Twix“

Hér má nálgast ljúffeng og holl „Twix“ stykki sem eru dásamleg blanda af stökkum kexgrunni, mjúkri karamellu og ríkulegu dökku súkkulað. Uppskriftin er úr smiðju heilsukokksins Jönu Steingrímsdóttur.

Lífið
Fréttamynd

Matar­boð hins full­komna gest­gjafa

Gestrisni, ljúfir tónar, notaleg lýsing, fallega dekkað borð og framsetning ljúffengra rétta eru grunnatriði þegar kemur að hinni fullkomnu matarupplifun. Hér að neðan má finna uppskriftir að þriggja rétta veislu ásamt nokkrum einföldum ráðum til að gera matarboðið sem eftirminnilegast.

Lífið
Fréttamynd

Ítalskur vanillu­búðingur með ástaraldinsósu

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups og matgæðingur, töfraði fram sumarlegan eftirrétt að hætti Ítala, Pannacotta. Hún segir eftirréttinn einfaldan og ljúfan og vinnuframlagið í algjöru lágmarki.

Lífið
Fréttamynd

Súrsætur og elegant eftir­réttur

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir matarbloggari deildi ljúffengri uppskrift að súrsætum skyreftirrétti á vefsíðunni Döðlur og smjör. Berðu réttinn fram í fallegum glösum sem gerir það bæði þægilegt og elegant.

Lífið
Fréttamynd

Guð­dóm­legt hollustunammi fyrir súkkulaðigrísi

Þegar sykurpúkinn bankar upp á er gott að eiga hollari súkkulaðimola í frystinum heilsunnar vegna. Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að sætum bitum sem svala sykurþörfinni með góðri samvisku.

Lífið
Fréttamynd

Ástríðukokkur sem á margt eftir ólært

„Eldað af ást eru örþættir sem eru ætlaðir öllum matgæðingum,“ segir Kristín Björk Þorvaldsdóttir þáttastjórnandi Eldað af ást sem fóru af stað hér á Lífinu á Vísi fyrir jólin. Kristín Björk er matgæðingur, matarbloggari og flugfreyja.

Matur
Fréttamynd

Saltkaramelluís Lindu Ben

„Ómótstæðilegur ís með mjúkri saltkaramellu og ristuðum pekanhnetum. Ísinn er jafn einfaldur í framkvæmd og hann er ljúffengur. Ég get nánast fullyrt að það verður ekki afgangur af þessum,“ segir Linda Ben, höfundur bókarinnar Kökur.

Matur
Fréttamynd

Ísbomba með After Eight súkkulaði

Í síðasta þætti af Jólaboð Evu bar hún fram ísbombu með After Eight súkkulaði. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum, þar sem aðferðina má finna en uppskriftin er líka í fréttinni.

Matur
Fréttamynd

Sykurpúðasmákökur Lindu Ben

Linda Ben var að gefa út sína fyrstu uppskiptabók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga.

Matur
Fréttamynd

Créme Brulée að hætti Evu Laufeyjar

Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með meðlæti. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 

Matur
Fréttamynd

Ein af þessum týpum sem heldur að hún geti allt

Matarbloggarinn Berglind Hreiðarsdóttir sendi frá sér bókina Saumaklúbburinn fyrir jólin og má þar finna bæði uppskriftir frá henni og tíu bestu vinkonum hennar líka. Berglind kom sjálfri sér á óvart og sá sjálf um umbrot, hönnun og útgáfu.

Matur
Fréttamynd

Allt úr engu: Risarækjur, súrar gúrkur og hvítt súkkulaði

Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu.

Lífið