Innlent

„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Arnar

Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan.

„Ég held hins vegar að við Vinstri græn þurfum að hefja nýjan kafla,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður VG, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Flokkurinn hafi, fyrir 25 árum, lagt fram róttæka vinstristefnu, femínisma og friðarhyggju, auk þess sem flokkurinn hafi sett umhverfismál á dagskrá. 

„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar. Ég óttast að það verði hægri sveifla í næstu Alþingiskosningum, og við ætlum okkur svo sannarlega að vera vinstra megin við hana,“ sagði Guðmundur. 

Guðmundur segir flokkinn ekki ætla að hlaupa frá borði vegna skoðanakannanna. Stefnt sé að því að halda stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki út kjörtímabilið. 

„Erum auðvitað í stórum málum núna, að klára þingið. Það er verkefni næstu daga.“

Vill lítið lesa í forsetakosningarnar

Guðmundur sagðist sem minnst vilja lesa út úr niðurstöðum nýafstaðinna forsetakosninga, þar sem hans gamli formaður, Katrín Jakobsdóttir, laut í lægra haldi fyrir Höllu Tómasdóttur.

„Þjóðin hefur sagt hvern hún vill fá sem forseta og ég óska bara Höllu Tómasdóttur innilega til hamingju með forsetakjörið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×